Fara í efni
Alcaidesa

Tveir hágæða 18 holu vellir, Alcaidesa Links og Alcaidesa Heathland.

Alcaidesa Links golfvöllurinn er ein af golfperlunum á Costa del Sol. Völlurinn var hannaður af Peter Ellis árið 1992 og hefur fengið margar viðurkenningar sem einn af bestu links-völlum á meginlandi Evrópu. Völlurinn liggur að hluta til meðfram 2 km langri Miðjarðarhafsströndinni með stórkostlegu útsýni yfir hafið og Gíbraltarklettinn.

Alcaidesa Heathland golfvöllurinn er meira hæðóttur innanlandsvöllur með breiðum brautum, vötnum og einstöku landslagi. Margir telja að hann sé síst síðri en links-völlurinn. 

Heathland er hægt að spila frítt golf eftir fyrsta hring en ef kylfingar taka golfbíl í seinni hring þá kostar hann 40€ eða 20€ á mann
Links er hægt að spila í aukagolf á 25€ á mann og einnig þarf að greiða fyrir golfbíl í aukagolf 40€ eða 20€ á mann.

Í 8 nátta ferð eru leiknir 4 hringir á Heathland og 3 hringir á Links 
í 10 nátta ferð eru leiknir 6 hringir á Heathland og 3 hringir á Links
í 11 nátta ferð eru leiknir 6 hringir á Heathland og 4 hringir á Links