Fara í efni
Amsterdam – Margbreytileg og skemmtileg

Borgin á sér merkilegar menningarhliðar og hægt er að skoða þar listfengi hinna heimsþekktu hollensku listamálara Rembrandt og Van Gogh.
Borgin á sér einnig skrautlegri hlið, allt frá hinum hefðbundnu kaffihúsum til hins alræmda rauða hverfis. Það er alvarleiki í loftinu við hús Önnu Frank, tréklossar og vindmyllustyttur bæta við sérstökum krúttleika við borgarstemninguna.

Byggingarlist frá gullaldartímum Amsterdam og síkin (sem eru fleiri en í Feneyjum!) fá þig til að óska eftir meiri tíma til að þræða öll hellulögð stræti borgarinnar.

Matur, menning og markaðir!

Vlaamse frieten er eitthvað sem enginn má láta framhjá sér fara. Heitar, stökkar franskar sem eru þaktar mæjónesi. Njóttu þeirra með ísköldum biertje í einu af fjölmörgum veitingarstöðum Amsterdam.
Foodhallen er frábær upplifun sem staðsett er í enduruppgerðri sporvagnastöð.

Amsterdam var hluti af einu mesta viðskiptaveldi heimsins og í dag er borgin góður staður fyrir verslanaleiðangur. Í Amsterdam má finna fjöldan allan af mörkuðum sem eru með sérstakt aðdráttarafl og skemmtilegt er að skoða!