Bett sýningin frá Akureyri
BETT SKÓLASÝNING Í LONDON 2025
Í beinu flugi frá Akureyri förum við á BETT skólasýninguna í London!
VERDI og Via Nostra kynna hópferð á Bett sýninguna í Excel höllinni í London. BETT er ein fremsta sýning fræðslu- og tækninýjunga fyrir alla kennara og fleiri starfsstéttir. Á sýningunni má finna fjölda sýningarbása þar sem hægt er að kynna sér allt það nýjasta sem við kemur skóla- og fræðslustarfi, kynnast vörum og fræðsluefni ásamt því að hægt er sækja fróðlega fyrirlestra.
KÍ, ásamt ýmsum stéttarfélögum, veita styrki til félagsmanna fyrir ferð sem þessari.
Tilvalin leið fyrir stóra sem smáa hópa að sameina fræðslu og skemmtun í sömu ferðinni.
Verð á mann í tvíbýli: 192.000 kr. á mann í tvíbýli
Hvað er innifalið í pakkanum?
- Flug með EasyJet
- Gisting í 4 nætur með morgunverði
- Akstur til og frá flugvelli í London
- Sameiginlegt kvöld ásamt léttum veitingum
- Íslensk fararstjórn
Upplýsingar um flugið?
- AEY - LGW
- 21. Jan 2025 kl. 14:50 - 18:15 (EZY8850)
- LGW - AEY
- 25. Jan. 2025 kl. 09:00- 12:20(EZY8849)
Hér má finna svör við algengnum spurningum sem farþegar okkar spyrja.
Ferðaskilmálar
Ferðaskilmálar VERDI Travel