Fara í efni
Golfskólinn

GolfSaga býður farþegum sínum upp á golfskóla á Costa Ballena - aðstæður til golfkennslu- og æfinga á heimsmælikvarða


Golfskólinn á Costa Ballena stendur yfir í 6 daga og samanstendur af fyrirlestrum, verklegri golfkennslu, golftengdum æfingum og golfleik.

Það sem kennt er í golfskólanum er:

  • Stutta spilið; fleyghöggin, höggin í kringum flatirnar og púttin
  • Langa spilið; teighöggin, löngu brautarhöggin og millihöggin
  • Leikskipulag og hugarfar

Eftir lok hvers skóladags geta nemendur æft og spilað golf að vild, með ótakmörkuðum æfingaboltum, aðgangi að æfingasvæði og Par 3 holu golfvelli. Þeir sem hafa reynslu og sjálfstraust geta einnig spilað á öllum þeim 27 golfbrautum sem Costa Ballena býður uppá.

Golfskólinn hefur verið vinsæll og leiðandi í golfkennslu íslendinga erlendis frá árinu 1997 og verið staðsettur á Costa Ballena frá árinu 2006.
Yfir 5000 kylfingar á öllum aldri hafa útskrifast úr golfskólanum og hafa tileinkað sér að leika golf sér til ánægju hvar og hvenær sem er.

Kennarateymi skólans er skipað golfkennurunum Magnúsi Birgissyni (PGA-SPGA) og Ragnhildi Sigurðardóttir (PGA) ásamt fjölda reyndra gestakennara. Fjöldi gestakennara skólans miðast við fjölda nemenda hverju sinni.

Gæði, reynsla og frábærar aðstæður gera það að verkum að þú verður ekki svikin(n) af því að setjast á skólabekk syðst í Andalúsíu og nema golfíþróttina í heila viku.