
Fanö prjónaferð
Nordby Wooldays
Prjónaveisla VERDI og Garn í Gangi 14. - 18. september 2023.
Í fjórða skiptið er haldið í þessa frábæru ferð á Nordby Wooldays Fanö. Ferðin er kjörin fyrir handóða prjónara eða áhugafólk um fallega handavinnu.
Í þessari ferð er tilvalið að skoða það sem í gangi er í handavinnu heiminum, fá innblástur og njóta lífsins í skemmtilegum hópi í afslöppuðu umhverfi.
Verð á mann í tveggja manna herbergi frá 172.900 kr.
Hvað er innifalið í pakkanum?
- Flug með Icelandair
- Innritaður 20kg farangur og handfarangur
- Gisting með morgunverði
- Ferjumiðar 3x yfir til Fanö
Hvað er innifalið í pakkanum?
- Akstur til og frá Esbjerg
- Aðgangur að hátíðinni
- Einn sameiginlegur kvöldverður
- Traust fararstjórn og samverustundir

VERDI bíður uppá æðislega ferð á Nordby Wooldays í Fanö. Ferðin er tilvalin fyrir handóða prjónara og áhugafólk um handverk. Hér má nálgast upplýsingar og dagskrá ferðarinnar.

Hér má nálgast helstu upplýsingar um hótelið sem í boði eru í þessari ferð.

VERDI og Garn í Gangi standa að þessari skemmtilegu ferð. Hér má nálgast upplýsingar um fararstjórn.

Það eru oft margar ósvaraðar spurningar sem farþegar okkar hafa. Hér má finna svör við algengustu spurningunum.
Ferðaskilmálar
Ferðaskilmálar VERDI Travel