Fara í efni
Algengar spurningar

Hvernig á ég að bóka í ferðina

Til að bóka í ferðina geta viðskiptavinir farið inn í bókunarvél okkar.
Bókunarvélin okkar er einföld og takmörkuð og vonumst við til þess að fólk sýni því skilning.

Ef viðskiptavinir þurfa á aðstoð að halda eða eru með séróskir varðandi sína bókun hægt að hafa samband við starfsfólk okkar í síma 4600600, senda tölvupóst á verdi@verditravel.is eða koma á söluskrifstofu okkar.
Þjónustufulltrúar okkar hjálpa ykkur með glöðu geði.

Opið er á milli 09:00-16:00 alla virka daga.

Staðfestingargjald og fullgreiðsla

Staðfestingargjald í ferðina er 50.000 kr. per farþega.
Staðfestingargjald er óendurkræft.

Ferð skal vera fullgreidd eigi síðar en 6 vikum fyrir brottför.

Akstur til og frá flugvelli

Innifalið í pakkanum er skipulagður akstur til og frá Esbjerg.

Fararstjórar ferðarinnar verða farþegum innan handar og aðstoða eftir fremsta megni.

Fararstjórn

Fararstjórar ferðarinnar eru þær Sveina Björk Jóhannesdóttir og Íris Eggertsdóttir frá versluninni Garn í Gangi.
Þær verða farþegum til aðstoðar í ferðinni og halda uppi fjörinu.

Fæði á hótelinu

Í þessari ferð er morgunverður á hótelinu innifalinn. 

Sætisfrátekning og betri sæti

Ef farþegar hafa óskir um sætisfrátekningu í flugið skal hafa samband við þjónustufulltrúa VERDI í síma 4600600.

Covid málefni

Við hvetjum fólk til að kynna sér reglunar um ferðalög til og frá Íslandi. Hér má nálgast upplýsingar á Covid.is.

Við hvetjum farþega til þess að kynna sér vel gildandi sóttvarnarreglur – bæði fyrir brottför og komu.

Afbókun, nafnabreytingar og annað

Afpöntun ferðar og endurgreiðsla fer eftir Ferðaskilmálum.

Ekkert er hægt að kaupa forfallatryggingu í ferðina.