Fara í efni
Nordby Wooldays - Dagskrá

Fanö er lítil eyja við suðvesturströnd Danmörk – rétt fyrir utan Esbjerg.
Ferja gengur frá Esbjerg til Fanö. Á eyjunni, sem er umkringd Norðursjónum, geta listamenn fengið innblástur í prjónaverk sín.

Hátíðin er haldið í Nordby og í Sönderho. Í Nordby er hjarta hátíðarinnar og hún bíður upp á vinnstofur, listasýningar, tískusýningar , skemmtun, lifandi músík, góðan mat, sölubása frá yfir hundrað aðilum, prjónarar allstaðar úr heiminum svo eitthvað sé nefnt. Um 10.000 gestir sóttu hátíðina árið 2019.

Áhugaverðar slóðir:

Hér er hægt að sjá prógram sem í boði er á staðnum 

Hér er hægt að bóka námskeið og fleira

 

14. september - fimmtudagur

  • Flug með Icelandair. Keflavík – Kaupmannahöfn. Brottför kl. 08:00.
    Lent í Kaupmannahöfn kl. 13:10
    (Það er í lagi að hafa handavinnu með í handfarangri).

  • Rúta frá Kastrup til Esbjerg. Á leiðinni stoppum við í lítilli skemmtilegri hannyrðaverslun í Odense.

  • Koma til Esbjerg um kl 19:00

  • Gisting: Scandic Olympic Hótelinu **** ( 850 m frá ferjubryggjunni).

 

15. september - föstudagur

  • Morgunmatur á hótelinu

  • 9:30 Brottför frá hótelinu um 850 m gangur niður að ferjuhöfninni

  • 10:10 Ferja yfir til Fanö - 12 mínútna sigling.

  • Hópurinn röltir saman frá bryggju að hátíðinni ( 1,3 km) . Armbönd afhent.

  • Frjáls tími, hægt að rölta um sölubásana, setjast niður og prjóna, rölta um Fanö og kíkja á kaffihús.

  • Ferjan gengur á 20 mín fresti og hægt er að fara til baka fyrr eða seinna
    Hér er hægt að skoða áætlun ferjunnar https://www.fanoelinjen.dk/fartplan
    Það þarf ekki að bóka sig í ferðirnar, bara mæta í röðina á bryggjunni.

  • Sameiginlegur kvöldverður á veitingarstað í Fanö. Kvöldverður er innifalinn í verði

16. september - laugardagur

  • Morgunmatur á hótelinu

  • Ferja til Fanö þegar farþegum hentar.

  • Vinnustofur - prjónað saman - fá hugmydnir – kynnast prjónurum allstaðara að.

  • Einnig er hægt að rölta um í Esbjerg fara í Broen, verslunarmiðstöð í Esbjerg sem er opin frá 10-17 á laugardeginum.

17. september - sunnudagur

  • 07:00 -10:00 Morgunmatur á hótelinu

  • Frjáls dagur - engin skipulögð dagskrá

18. september - mánudagur

  • 07:00 -10:00 Morgunmatur á hótelinu

  • 11:00 Rúta til Billund (ca 1 klst)

  • 14:30 – 15:30 Heimflug frá Billund til Keflavíkur með Icelandair