Fara í efni
Gdansk – Svo heillandi

Gdansk er sögufræg hafnarborg staðsett í norðurhluta Póllands. Borgin varð fyrir miklum áhrifum af seinni heimsstyrjöldinni og hin magnþrunga saga liggur í loftinu. Í borginni er ört vaxandi ferðaþjónusta og frá henni eru mjög góðar samgöngur í allar áttir.
Í Gdansk finnur þú fullt af skemmtilegum mörkuðum, listasýningu, góðum veitingahúsum ásamt iðandi mannlífi.

Að öllu jöfnu er auðvelt og gott að versla í Póllandi. Verðlag og úrval er gott og aðgengi að fínum verslunum þægilegt.

Það ættu allir að geta fundið sér eitthvað við sitt hæfi í Gdansk. 

Gdansk, Sopot og Gdynia – Þríborgin!

Gdansk

Gdansk svæðið er þekkt sem Þríborgin (e. Tricity) þar sem þrjár borgir eru kynntar saman. Þetta eru Sopot, Gdynia, og Gdansk sem er þeirra stærst og þekktust. Gdansk er fjórða stærsta borg landsins og er saga Gdansk afar merkileg.

Sopot

Sopot er fallegur strandbær sem verður sívinsælli áfangastaður meðal ferðamanna. Bærinn er staðsettur milli Gdynia og Gdansk. Sopot er þekktur fyrir úrval af góðum hótelum, fínum veitingastöðum ásamt af ýmiskonar heilsulindum og úrvals meðferðum.

Eina lengstu trébryggju Evrópu má finna í Sopot, en hún er um 515 metrar að lengd.

Gdynia

Í gegnum árin hefur Gdynia þróast úr litlum sjávarbæ í mikilvæga hafnarborg, með heimsborgar yfirbragði og nútímalegum arkitektúr. Þessi þróun stöðvaðist þó í seinni heimstyröldinni, þegar hafnarsvæði og skipasmíðastöð urðu fyrir sprengingu og eyðulögðust. Í stríðslok hófst endurbygging á ný. Í dag er Gdynia vinsæll áfangastaður skemmtiferðaskipa og lúxussnekkja.