Fara í efni
Ferðalýsing

VERDI Ferðaskrifstofa skipuleggur ferðir í Knattspyrnuskóla Kristjáns Bernburgs.
Skólinn fer fram dagana 24. - 31. júlí 2024.

Í knattspyrnuskólanum fá ungir knattspyrnuiðkendur smjörþefinn af því hvernig er að æfa eins og atvinnumaður. Dagarnir eru brotnir upp með skemmtilegum samverustundum, skemmti- og skoðunarferðum.
Skólinn er fyrir stráka á aldrinum 13 til 16 ára.

Knattspyrnuskóli Kristjáns Bernburg hefur notið mikilla vinsælda á meðal ungra knattspyrnuiðkenda á Íslandi, enda fá leikmenn að æfa við aðstæður eins og þær gerast bestar.

Sumarið 2018 fór skólinn í fyrsta skiptið og er gist á Hótelinu Marten´s Red en svæðið sem við æfum á er í eigu Belgíska knattspyrnusambandsins þar sem öll landslið Belgíu æfa.
Skólinn mun þó líkt og áður fyrst og fremst leggja aðal áherslu á góða kennslu undir handleiðslu þjálfara í hæðsta gæðaflokki.
Kristján Bernburg hefur veg og vanda að skipulagningu skólans og er skólastjóri hans.
Áður en farið er út, mun VERDI Sport halda kynningarfund fyrir þátttakendur í skólanum.

Þjálfunin

Þjálfarar skólans eru í hópi þeirra fremstu í unglingaþjálfun í Belgíu.

Rik Van Cauter er aðstoðamaður Kristjáns. Hann er fyrrverandi atvinnumaður með Lokeren.
Markmannsþjálfari er Tim Degreve. Nútíma markmans þjálfari. Allir markmenn sem koma í KB skólann fá þjálfun frá þessum frábæra markmannsþjálfara.
Thomas Vlaminck er tækniþjálfari hjá Club Brugge og er talinn einn sá besti í Belgíu.
Joost Desender hjá Club Brugge er einn af virtustu þjálfurum í Belgíu og hefur skrifað 7 bækur um hvernig á að þjálfa unga leikmenn sem hafa verið þýddar á kínversku. Hann vinur hjá Duble pass og APCF.
Aðrir þjálfarar eru: Jef Vanthournout, yfirþjálfari U-16 U-17 U-18 ára liðs Club Brugge, Brent Van Snick ákaflega virtur tækniþjálfari, sem er sinn eigin knattspyrnuskóla og vinnur hjá RSC Anderlecht Futsal og Union Saint-Gilloise, var áður hjá AA Gent. Allir vel menntaðir þjálfarar með UEFA-A.
Sjúkraþjálfari skólans er Nik Peeters.
Skólastjóri KB skólans er Kristján Bernburg. Kristján er búsettur í Lokeren og er hann allan tíma á hótelinu á meðan skólinn fer fram og sér um að allt gangi vel fyrir sig.

Æfingaaðstaða og uppbygging æfinga

Æft er tvisvar á dag. Mikil áhersla lögð á að innleiða tækni, aga og einbeitingu hjá drengjunum. Allir þjálfararnir hafa mikla reynslu að vinna með tilvonandi atvinnumönum og bera vinnubrögð þeirra þess merki. Æfingarnar eru mjög markvissar en um leið eiga þjálfararnir mjög auðvelt með að ná til ungra knattspyrnumanna með skemmtilegum aðferðum og búa til og viðhalda léttleika í hópnum.

Afþreying

Ýmislegt er gert sér til dundurs á milli æfinga. Auk þess er boðið upp á fræðslu á kvöldin um ýmislegt sem hjálpar ungum knattspyrnumönnum að bæta sig. Verðlaun verða veitt fyrir besta herbergið, framfarir og til leikmanna sem hafa skarað fram úr á meðan skólinn stendur yfir.