Fara í efni
Manchester United - Wolves
Almennar upplýsingar

Verdi Sport og Man.Utd klúbburinn á Íslandi eru í samstarfi um að skipuleggja ferðir á flesta heimaleiki Manchester United á komandi keppnistímabili.

Flogið er með áætlunarflugi Icelandair í allar ferðirnar, í flestum tilfellum í beinu áætlunarflugi til Manchester. Í nánast öllum ferðunum er gist á Novotel hótelinu í miðborg Manchester.

FI 440 KEF MAN 08:00 10:35/11:35
FI 441 MAN KEF 13:25/12:25 15:00 og í einhverjum ferðum er kvöldflug heim með FI445 kl. 20:50/21:50

Miðarnir sem Man.Utd klúbburinn hefur til ráðstöfunar í þessar ferðir eru í hólfi STH 126. Verðin í ferðirnar eru miðuð við að ferðirnar séu bókaðar og greiddar á netinu.

Í klúbbferðum er alltaf boðið upp á skoðunarferð á völlinn sem farþegar svo greiða fyrir á staðnum.

Sætin sem Verdi hefur á Old Trafford eru á mjög góðum stað í suður-stúkunni, hægra megin við varamannabekki. Sætin eru á svæði merkt STH126. Nánari útskring á miðunum er hér á síðunni okkar undir "Sætin á Old Trafford".