Fara í efni
Montecastillo

Montecastillo völlurinn er stórglæsilegur 18 holu golfvöllur sem var hannaður af Jack Nicklaus. Hann er sannarlega einn af perlum GolfSögu með glæsilegu hóteli og frábæru svæði fyrir kylfinga.

Völlurinn er fyrsta hönnun Nicklaus í Evrópu og margir eru á því að þetta sé einnig hans langbesta hönnun í Evrópu.
Volvo Masters mótið var til að mynda haldið á þessum velli í 5 ár í röð (1997–2001).

Mikið var lagt í endurbætur og umhirðu vallarins á árinu 2013 og hefur hann nú aftur skipað sér í hóp með allra glæsilegustu golfvöllum í Evrópu. 

Í þessari ferð er allt innifalið í mat og drykk, ásamt ótakmörkuðu golfi. Golfbíll fylgir með pakkanum fyrstu 18 holurnar, en tekið er hóflegt gjald (20 EUR) fyrir leigu á golfbíl seinni 18 holurnar.