Aðventuferð Eldriborgara til Manchester og Liverpool
Hótel í Manchester
Novotel Manchester Centre – Þægindi í hjarta borgarinnar
Upplifðu þægindi og frábæra staðsetningu á Novotel Manchester Centre, þar sem allt sem borgin hefur upp á að bjóða er innan seilingar. Hótelið sjálft er 4stjörnu hótel og er staðsett í miðbæ Manchester – steinsnar frá helstu verslunum, veitingastöðum, kaffihúsum og menningarstöðum borgarinnar.
Herbergin á Novotel eru rúmgóð, stílhrein og hönnuð með þægindi í huga. Fullkomin blanda af nútímalegri hönnun og róandi andrúmslofti.
Á hótelinu má finna ágætan veitingarstað sem og gott bar svæði. Barinn á Novotel er bjartur og rúmgóður – fullkominn staður til að slaka á með drykk í hönd eftir annasaman dag.