Fara í efni
Arsenal miðar og pakkaferðir
Almennar upplýsingar

VERDI Travel mun bjóða upp á ferðir á leiki Arsenal á Emirates Stadium í allan vetur.
Ef þið viljið bóka miða á Arsenal leik, endilega hafið samband við okkur á sport@verditravel.is.

Við erum með ársmiða á Club Level hæðinni, hólf 66-77. Club Level er miðhæðin á vellinum, sem tekur um 9000 manns í sæti. Frábær aðstaða fyrir og eftir leik ásamt drykkjum í hálfleik. Íslenskir Arsenal aðdáendur þekkja Club Level hæðina vel og er óhætt að segja að viðskiptavinir okkar hafa veitt þessari þjónustu frábærar viðtökur.

Verðið á ferðunum er misjafnt og fer eftir leik. Vakin er athygli á því að leikdagar geta færst til um 1-2 daga vegna vali á sjónvarpsleikjum.

ATH, hægt er að fá verð með að hafa samband við okkur í síma 4600620 eða senda okkur tölvupóst. Einnig er hægt að kaupa staka miða á flesta leikina.

Flogið er með áætlunarflugi Icelandair til London í allar ferðirnar. Gist er á 3ja til 4ra stjörnu hótelum miðsvæðis í London. Ef þið hafið óskir um hótel getum við athugað hvort við getum bókað þar. Það er ekki hægt að bóka ferðir á Arsenal leiki í bókunarvélinni. Það er einungis hægt með því að hafa samband við sölufulltrúa okkar.

Ekki er hægt að nota vildarpunkta til að greiða niður hluta ferðarinnar. Eftir sem áður fá þó þeir farþegar sem eru í vildarklúbbi Icelandair vildarpunkta fyrir flugið í ferðunum.