Fara í efni
Brighton frá Akureyri
Upplýsingar um Brighton

Gaman að skoða og upplifa

Brighton Pier er eitt þekktasta kennileiti Brighton. Þar er skemmtigarður ásamt börum og veitingastöðum. Royal Pavilion höllin er ein þekktasta byggingin í Brighton. Þar er stórt safn og fallur garður sem gaman er að heimsækja. i360 útsýnisturninn fer upp í 138 m hæð og er staðsettur við ströndina. Þar er hægt að njóta útsýnisins og fá sér drykk á Sky bar. Brighton Marina smábátahöfnin er alltaf lífleg og gaman að rölta þar um og skoða hvað hún hefur uppá að bjóða. Hún er í 3km fjarlægð frá Brighton Pier og þangað er þægileg ganga meðfram ströndinni. Einnig er hægt að fá far með Volk’s Electric Railway, sem er 140 ára gömul lest sem gengur meðfram ströndinni.

Verslun

Brighton er þægileg fyrir þá sem vilja verlsa, en í miðbænum er mikið úrval verslana. The Lanes er skemmtilegt verslunarhverfi með fjölbreyttum verslunum, börum og veitingastöðum. Gaman að nota part úr degi til að rölta þar um litlar og þröngar götur sem hafa mikinn sjarma. Í kringum Brighton Pier eru margar verslanir og þar skammt frá er Churchill Square sem er þekktasta verslunarmiðstöðin í Brighton.

Matur

Á hverju strái eru barir og allar gerðir veitingastaða. Hægt er að fá innlendan mat í bland við alþjóðlegan og má t.d. finna góða indverska, ítalska og asíska veitingastaði.

Afþreying

Hjólaferðir Skoðaðu Brighton og nágrenni á hjóli. Bæði hægt að fara í skipulagðar ferðir með fararstjórn eða leigja sér hjól og ferðast um á eigin vegum. Bjórrölt eða matarrölt Taktu rölt um Brighton með fararstjóra og smakkaðu mismunandi bjór eða mat. Vínekruferðir Í nágrenni Brighton er að finna allnokkrar vínekrur. Þar er hægt að rölta um með leiðsögn og fara í vínsmakk. Golf Í útjaðri Brighton eru nokkrir golfvellir fyrir þá sem vilja taka hring.