Í aðeins klukkustundar aksturs fjarlægð frá flugvellinum í Genf er skíðabærinn Chamonix en þar hefur þú möguleika á að skíða í Frakklandi, Sviss og Ítalíu.
Flogið er með PLAY í beinu flugi til Genf, þaðan er keyrt til Chamonix en staðurinn er oft nefndur sem höfuðstaður skíðasvæða Evrópu. Þar er mekka útivistar eins og skíði, fjallaskíði, snjóbretti, fjallahjól, ganga, klifur og þar fram eftir götunum.
Bærinn er heilsársbær og laðar að sér hundruði þúsunda ár hvert, hvort sem það er til útivistar eða til njóta nátturunnar, nú eða klífa Mont Blanc, hæsta fjall Evrópu (4810m).
Í Chamonix voru fyrstu vetrarólympíuleikarnir haldnir árið 1924. Bærinn er líflegur með úrval veitingastaða, verslana og ýmissar afþreyingar. Fyrir þá sem vilja taka frí frá brekkunum munu því ekki láta sér leiðast enda af nógu öðru að taka.
Frá miðbænum gengur kláfur upp í 3.842m á Aiguiella du Midi og þaðan er stórkostlegt útsýni yfir á Mont Blanc og Alpafjöllin.
Vinsælustu skíðasvæðin við Chamonix eru Brevent, Les Flegères, Le Tour, Les Houches og Les Grand Montets. Eins er hægt að fara yfir til Courmayeur á Ítalíu.
Frítt er fyrir alla sem eru með lyftupassa í strætó sem leiðir fólk á það svæði sem það velur hverju sinni og er mjög þægilegt og einfalt. Við mælum með "unlimited" skíðapassa fyrir þá sem vilja prófa sem flest svæði.
Þrjú hótel eru í boði:
1 - La Folie Douce**** - Fallegur arkitektúr og líflegt hótel með sundlaug og spa. Þetta er eitt af fáum ski in/ski out hótelum á svæðinu þegar Savoy diskalyftan er opin. Hér er mikið um að vera, ýmsar uppákomur og skemmtieg stemning á apré-ski barnum í garðinum.
2 - Alpina Eclectic Hotel&Spa**** - Hótelið er í miðbæ Chamonix og með einstaklega fallega fjallasýn frá veitingastaðnum sem er á efstu hæð. Á hótelinu er spa með heitum pott og gufu.
3 - Morgane Hotel**** - Fallegt og notalegt hótel staðsett í miðbæ Chamonix, rétt hjá Aiguille du Midi kláfnum. Hótelið er með innilaug og spa, og góðum veitingastað.
Innifalið í verði:
Flug og flugvallaskattar
Töskuheimild 20 kg og lítil handfarangurstaska (42x32x25)
Akstur til / frá flugvelli á hótel
Gisting með morgunverði
Skíðabúnaður í flug innifalið í ferðum 2025
Ekki innifalið:
Ferðamannaskattur greiðist beint til hótels við brottför, ca 4 EUR per mann per nótt.
Chamonix og La Folie Douce er mjög gott dæmi um stað þar sem staðurinn getur hentað gríðarlega vel fyrir réttan hóp. Hótelið er einstaklega eftirminnilegt og býr svo sannarlega til stemningu sem erfitt er að toppa, bærinn er dásamlegur, búðir, veitingastaðir og barir sem þú toppar einfaldlega ekki í skíðaferð. Bærinn nær að umvefja þig eins og meðalstór borg með allri sinni fjölbreytni og notalegheitum. Skíðasvæðin eru líka mörg og ólík. Það er gott að þekkja vel til þeirra áður en farið er af stað. Ákveðin svæði henta byrjendum betur og það er mjög gaman að flakka á milli þeirra. Okkar hóp fannst Le Tour og Balme annars vegar og Courmayeur á Ítalía hins vegar algjörlega standa upp úr.
Ferðin í heild sinni var algjörlega frábær og stóðst þær væntingar sem við gerðum til hennar. Get 100% mælt með svæðinu enda einstakt að svo mörgu leyti.
Nánari upplýsingar um skíðasvæðið og aðra afþreyingu;
https://en.chamonix.com/activities
https://en.chamonix.com/activities/winter/skiing/list-of-ski-areas
Frekari upplýsingar veitum við í gegnum netfangið sport@verditravel.is eða í gegnum síma 460-0620