Fara í efni
Skíðaparadísin CHAMONIX
Nánari upplýsingar

Í aðeins klukkustundar aksturs fjarlægð frá flugvellinum í Genf er skíðabærinn Chamonix.

Flogið er með PLAY í beinu flugi til Genf, þaðan er keyrt til Chamonix en staðurinn er oft nefnt sem höfuðstaður skíðasvæða Evrópu. Þar er mekka útivistar eins og skíði, fjallaskíði, snjóbretti, fjallahjól, ganga, klifur og þar fram eftir götunum.
Bærinn laðar að sér hundruði þúsunda ár hvert, hvort sem það er til útivistar eða til njóta nátturunnar, nú eða klífa Mont Blanc, hæsta fjall Evrópu (4810m).

Í Chamonix voru fyrstu vetrarólympíuleikarnir haldnir árið 1924. Bærinn er líflegur með úrval veitingastaða, verslana og ýmissar afþreyingar. Fyrir þá sem vilja taka frí frá brekkunum munu því ekki láta sér leiðast enda af nógu öðru að taka.
Frá miðbænum gengur kláfur upp í 3.842m á Aiguiella du Midi og þaðan er stórkostlegt útsýni yfir á Mont Blanc og Alpafjöllin.

Vinsælustu skíðasvæðin við Chamonix eru Brevent, Les Flegères, Les Grand Montets og Les Houches.
Frítt er fyrir alla sem eru með lyftupassa í strætó sem leiðir fólk á það svæði sem það velur hverju sinni og er mjög þægilegt og einfalt.

Innifalið í verði:
Flug og flugvallaskattar
Töskuheimild 20 kg og lítil handfarangurstaska (42x32x25)
Akstur til / frá flugvelli á hótel
Gisting með morgunverði

Ekki innifalið:
Skíðabúnaður í flug er valkvætt. Hægt er að leigja allan búnað á staðnum.
ATH! Ferðamannaskattur greiðist beint til hótels við brottför, ca 3-4 EUR per mann per nótt.

Nánari upplýsingar um skíðasvæðið og aðra afþreyingu;
https://en.chamonix.com/activities
https://en.chamonix.com/activities/winter/skiing/list-of-ski-areas

Frekari upplýsingar veitum við í gegnum netfangið sport@verditravel.is eða í gegnum síma 460-0620