Skíðapassar:
Hér er slóð á Chamonix Skipasses til að bóka skíðapassa í Chamonix. Við mælum með að kaupa "unlimited" passa ef fólk ætlar að fara á önnur skíðasvæði.
Það þarf að velja “badge” við kaupin. Í framhaldi fá viðskiptavinir QR kóða sem er notaður í skíðapassa-vélum, sem eru á flestum hótelum og við lyfturnar, til að fá sjálft kortið. Athugið að velja daginn eftir komu sem fyrsta dag þegar þið bókið.
Það er að sjálfsögðu líka hægt að kaupa skíðapassa á staðnum, á hótelinu eða við kláfana, en það er oft í boði afsláttur ef keypt er fyrirfram.
Athugið að skíðapassinn gildir í strætó á þau svæði sem passinn gildir á.
Skíðasvæði:
Við mælum með að farþegar sæki app sem er gott að hafa í símanum en þar er hægt að fylgjast með skíðasvæðunum, lyftum, veðri og þar fram eftir götunum. Aðal stoppistöðin er við Alpina hótelið og heitir "Place du Mont-Blanc". Við mælum með að fá upplýsingar á hótelinu hvar strætó stoppar, og hvoru megin við götuna.
Appið heitir Chamonix og kemur svona upp:
Brévent – Flégére - Tvö samliggjandi svæði sem eru beint fyrir ofan La Folie hótelið og bæinn, og er kallað the sunny side of the valley. Þar eru brekkur fyrir flest getustig. Hægt að taka strætó SK15 til og frá Flégére yfir til miðbæjar Chamonix.
Les Houches (strætó SK1) - Svæðið er neðar í dalnum og býður upp á úrval af bláum og rauðum brekkum, breiðar og góðar brekkur í fallegu skógivöxnu svæði, mjög þægilegt og skemmtileg skíðasvæði fyrir öll getustig. Brekkurnar liggja frá 950-1900m. Þar er Kandahar brautin, þar sem Heimsmeistaramótið var haldið sl febrúar.
Le Tour (strætó SK3) - Svæðið er efst í dalnum og býður upp á stórbrotið útsýni niður Chamonix dalinn. Brekkurnar eru bæði fyrir byrjendur og vana skíðamenn, bláar og rauðar brekkur. Þar er hægt að skíða yfir landamærin til Sviss.
Courmayeur á Ítalíu - Frá Chamonix er keyrt í gegnum göngin yfir til Ítalíu, en það tekur u.þ.b. 30-40 mínútur. Fallegt landslag og skemmtilegt skíðasvæði. Ítalskir veitingastaðir í brekkunum og skemmtileg tilbreyting að taka 1 dag þar. Athugið að það þarf að byrja á því að virkja skíðapassann (unlimited passinn gildir hér) í skíðapassasölunni þar við komu, áður en farið er í lyfturnar.
Grand Montets (strætó SK2) - Þeir sem kjósa aðeins meira krefjandi brekkur geta farið yfir á Grand Montets, þar eru aðallega rauðar og svartar brekkur.
Fjallaskíði - Fyrir þá sem hafa áhuga á fjallaskíðum þá er mælt með að bóka ferð með fararstjóra með fyrirvara. Sem dæmi er hægt að bóka ferð þar sem skíðað er niður Valle Blanche sem er hjá Mt.Blanc.
Gönguskíði - nánari upplýsingar um brautir hér; https://www.seechamonix.com/ski-area/cross-country
Skíðabúnaður / leiga:
Nokkrar skíðaleigur eru í bænum. Hér eru slóð á ChamSport sem eru stutt frá La Folie og Alpina hótelunum.
ChamSport:
5% Afsláttur á vefnum með kóðanum VIP5 - sjá hér!
Einnig eru skíðaleigur á og við hótelin.
Skíðaskóli:
Þeir sem vilja fara í skíðaskóla geta líka leitað til móttöku hótelsins til að fá upplýsingar og bóka. Hér fyrir neðan má líka sjá upplýsingar um skóla á svæðinu. Best er að ganga frá pöntun í upphafi ferðar því oft er erfitt að fá tíma þegar líður á vikuna.
https://www.seechamonix.com/ski-schools/
https://www.ski-school-chamonix.co.uk/
Nánari upplýsingar um skíðasvæðið og aðra afþreyingu;
https://en.chamonix.com/activities
https://en.chamonix.com/activities/winter/skiing/list-of-ski-areas
Frekari upplýsingar veitum við í gegnum netfangið sport@verditravel.is eða í gegnum síma 460-0620
ATH! Þær slóðir sem vísað er í á síðunni er ekki á vegum VERDI, aðeins til ábendingar!