Fara í efni
Algengar spurningar

Hvernig á ég að bóka í ferðina

Til að bóka í ferðina geta viðskiptavinir farið inn í bókunarvél okkar.
Bókunarvélin okkar er einföld og takmörkuð og vonumst við til þess að fólk sýni því skilning.

Ef viðskiptavinir þurfa á aðstoð að halda eða eru með séróskir varðandi sína bókun hægt að hafa samband við starfsfólk okkar í síma 4600620, senda tölvupóst á sport@verditravel.is eða arni@golfsaga.is, eða koma á söluskrifstofu okkar.
Þjónustufulltrúar okkar hjálpa ykkur með glöðu geði.

Opið er á milli 09:00-16:00 alla virka daga.

Staðfestingargjald og fullgreiðsla

Staðfestingargjald í ferðina er 50.000 kr. per farþega.
Staðfestingargjald er óendurkræft.

Ferð skal vera fullgreidd eigi síðar en 6 vikum fyrir brottför.

Rástímar

GolfSaga hefur tryggt sínum farþegum bestu morgunrástíma sem völ er á. Fararstjóri kemur til með að úthluta rástímum og raða farþegum í ráshópa á meðan á dvöl stendur. Ekki hika við að senda okkur fyrirspurnir varðandi séróskir um rástíma eða spilafélaga og við gerum okkar allrar besta að uppfylla óskir ykkar

Leigusett

Í þessari ferð er hægt að leigja golfsett á staðnum. 
Leigusett í 7-9 daga: 12.000 kr.
Leigusett í 10-11 daga: 14.500 kr. 

Golfbílar

Hægt er að bóka golfbíl í þessari ferð. Þeir eru hinsvegar greiddir og staðfestir á staðnum. Golfbíll kostar 37 EUR fyrir fyrstu 18 holur og 20 EUR seinni 18 holur dagsins.

Vinsamlegast látið starfsfólk okkar vita ef farþegar hafa áhuga á golfbíl.

Akstur til og frá flugvelli

Innifalið í pakkanum er skipulagður akstur til og frá flugvelli erlendis. 
Starfsmenn VERDI GolfSögu munu vera á svæðinu og aðstoða farþega eftir fremsta megni. Starfsmenn okkar munu veit farþegum nánari upplýsingar um tímasetningu á rútu á brottfarardegi.

Fararstjórn

VERDI GolfSaga býður uppá trausta og faglega fararstjórn.
Fararstjórar okkar eru með áratuga reynslu af golf ferðum og bjóða uppá persónulega þjónustu á svæðinu.

Fæði á hótelinu

Í þessari ferð er hálf fæði innifalið á hótelinu. Með hálfu fæði er átt við morgunverð og kvöldverð.

Sætisfrátekning og betri sæti

Betri sæti (business class sæti) eru til sölu í flugum.
Einnig er hægt er að taka frá sæti í fluginu gegn gjaldi.
Leitið upplýsinga hjá starfsfólki okkar í símar 4600620 eða sport@verditravel.is.

Covid málefni

Við hvetjum fólk til að kynna sér reglunar um ferðalög til og frá Íslandi. Hér má nálgast upplýsingar á Covid.is.

Við hvetjum farþega til þess að kynna sér vel gildandi sóttvarnarreglur – bæði fyrir brottför og komu.

Afbókun, nafnabreytingar og annað

Afpöntun ferðar og endurgreiðsla fer eftir Ferðaskilmálum.

Ekki er hægt að kaupa forfallatryggingu í ferðina hjá okkur.