GolfSaga býður farþegum sínum upp á golfskóla 101 og 201 á Costa Ballena - aðstæður til golfkennslu- og æfinga á heimsmælikvarða
Golfskólar 101 og 201 á Costa Ballena standa yfir í 6 daga og samanstanda af fyrirlestrum, verklegri golfkennslu, golftengdum æfingum og golfleik.
Golfskóli 101
Golfskóli 101 er fyrir byrjendur og þá sem eru að vinna í grunnatriðunum golfsins. Margir fara tvisvar, þrisvar og jafnvel oftar í skóla 101 til að styrkja grunnatriðin sín og sjálfstraustið til að geta spilað golf sér til ánægju.
- Golfleikurinn; frá púttum til upphafshögga
- Að leika golf undir handleiðslu kennara
- Hugarfar og leikskipulag
- Helstu golfsiðir og golfreglur
Eftir lok hvers skóladags og frídaga geta nemendur spilað golf og/eða æft á æfingasvæðinu pútt, vipp eða slátt.
Verð í golfskóla: 45.000 kr.
Golfskóli 201
Golfskóli 201 er fyrir þá sem hafa farið í gegnum Golfskóla 101 á Costa Ballena einu sinni eða oftar, hafa spilað golf og komnir með þónokkra spilareynslu. Hafa náð að spila nógu marga hringi (20+) til að hafa fullgilda forgjöf og vilja halda áfram að auka færni sína í golfi.
Það sem kennt er í Golfskóla 201 er:
- Áfram gakk í golfinu!
- Stutta spilið; fleyghöggin, höggin í kringum flatirnar og púttin
- Langa spilið; teighöggin, löngu brautarhöggin og millihöggin
- Hugarfar og leikskipulag
- Golfsiðir og golfreglur
- Markmið og leiðir; hvernig á að nýta það sem maður hefur og styrkja það til að leika á sem fæstum höggum
Verð í golfskóla: 45.000 kr.
Eftir lok hvers skóladags og frídaga geta nemendur æft og spilað golf að vild, með ótakmörkuðum æfingaboltum, aðgangi að æfingasvæði og öllum þeim 36 golfbrautum sem Costa Ballena býður uppá.
Golfskólarnir hafa verið vinsælir og leiðandi í golfkennslu íslendinga erlendis frá árinu 1997 og verið staðsettir á Costa Ballena frá árinu 2006.
Yfir 7000 kylfingar á öllum aldri hafa útskrifast úr golfskólunum og hafa tileinkað sér að leika golf sér til ánægju hvar og hvenær sem er.
Ábyrgð á kennslu golfskólanna hafa Magnús Birgisson (PGA-SPGA) og Ragnhildur Sigurðardóttir (PGA). Við skólana starfa golfkennarar og golfkennaranemar ásamt afreksfólki í golfi. Fjöldi kennara miðast við fjölda nemenda hverju sinni.
Gæði, reynsla og frábærar aðstæður gera það að verkum að þú verður ekki svikin(n) af því að setjast á skólabekk syðst í Andalúsíu og nema golfíþróttina í heila viku.