Fara í efni
Elin.is - Lifum og leikum í Lissabon
Hótelið í Lissabon

Vignette Collection Onyria

Onyria Marinha Cascais, Vignette Collection– 5-Star Hotel in Quinta da Marinha

Onyria Marinha Boutique Hotel er 5 stjörnu lúxushótel sem opnaði 16. janúar 2022 en það er umkringt ilmandi garði og furutrjám í hjarta Quinta da Marinha, við hliðina á King D. Carlos.

Það er í 20 mínútna fjarlægð frá Lissabon og er við hliðina á fræga golfvellinum sem hannaður var af Robert Trent Jones Sr. sem gerir gestum kleift að njóta 18 hola á heimsmælikvarða með stórkostlegu útsýni yfir Atlantshafið og Sintra-fjöllin.

Onyria Marinha Boutique Hotel býður upp á frábæra þjónustu og aðstöðu sem er hönnuð af nákvæmni til að sameina það besta sem tómstundir og viðskipti hafa upp á að bjóða en það státar af aðstöðu fyrir fundi, samkomur og ráðstefnur.

Til þess að gestir geti átt einstaka upplifun á meðan á dvölinni stendur býður Onyria Marinha Boutique Hotel upp á NaturSpa þar sem hægt er að fá lækninga- og slökunarmeðferðir sem eru tilvaldar til þess að endurnæra, yngja og hressa líkama og sál.

Onyria Marinha Boutique Hotel var hannað af arkitektinum João Paciência og landslagsarkitektinum Francisco Caldeira en það er í samneyti við hafið á þann hátt að landslagið þar sem það er staðsett er í samhljómi við innra byrði þess.

Steinar með mismunandi áferð og umfram allt viður eru mikilvægur hluti innréttinganna þar sem gylltir tónar jarðar, okkurgular hlíðarinnar, hvítir og grófir litir sem ríkja í náttúrulegu flæði sem undirstrikar „anda staðarin

Extra á hótelinu.

  • Golfnámskeið: hver tími er 50 mín og fyrir hóp á milli 8 and 15 manns , kostar : € 38 á mann
  • Green fee (Hotel guests rate) : €75.00 (18 holes) – Fyrir hópa lágmark 8 manns : € 72.00 á mann
  • Tennis, paddle (1 km) – frá Eur.13.50 á mann 90 mín
  • Health Centre (frá 8,00 € á mann - sauna, Turkish bath, indoor and outdoor swimming pool)
  • Treatment rooms and massage rooms. Relaxing massages at Natur Spa (Hotel) - From Eur.63.00 for 30 minutes
  • Leiga á hjóli - Eur. 32.00 /day (24hours renting)

 

Nánar um hótelið hér