Fara í efni
Gothia Cup 2025
Um Gothia Cup

GOTHIA CUP

Sumarið 2025 mun ferðaskrifstofan VERDI bjóða upp á ferðir fyrir knattspyrnufélög á hið geysivinsæla Gothia Cup mót sem fer fram í Gautaborg.
Það er miðað við að hóparnir séu úti í 7 nætur.

Um Gothia Cup:

  • ​Fullt fæði er frá kvöldverði á sunnudegi til hádegisverðar á laugardegi (3 máltíðir á dag). 
  • Gisting í skólastofum - hafa meðferðis svefnpoka og dýnu
  • Hvert lið spilar a.m.k. 4 leiki á mótinu
  • Gothia Super Card veitir frían aðgang að öllum samgöngutækjum borgarinnar, sem og góð kjör í söfn, sundlaugar og fleira
  • Tveir eldri leikmenn mega leika með hverjum aldursflokki (þe. einu ári eldri)
  • Flokkar miðast við 1. janúar ár hvert líkt og hér heima

Hér má sjá heimasíðu Gothia Cup

Verð: 169.500 kr. á mann ef gist er í skólastofu.
Verð: 234.500 kr. á mann ef gist er á hóteli*.
Ath! takmarkað til af hótelgistingu.

Innifalið í pakkaferð okkar:
Flug, flugvallarskattar, flugvallarakstur erlendis, mótsgjöld, samgöngur, Gothia Super Card sem veitir m.a. afslátt í Liseberg Tivolígarðinn í Gautaborg, gisting, fullt fæði meðan á móti stendur (18 máltíðir), opnunarhátíðin og íslensk fararstjórn.
*Hótelgisting miðast við að leikmenn gisti í þriggja og fjögurra manna herbergjum, en fararstjórar og þjálfarar í tveggja manna herbergjum. Verðið er jafnaðarverð úr þessu og miðast við 7 nátta ferð.

Hægt er að leigja uppábúna dýnu af mótshöldurum, hún kostar 7.500 kr per mann.

Fararstjóri verður Helga Magnúsdóttir sem hefur gríðarlega reynslu af fararstjórn og þekkir Gothia Cup betur en flestir Íslendingar.

Nánari upplýsingar og bókanir hjá VERDI Sport í síma 4600620 eða í tölvupóst á netfangið sport@verditravel.is