Fara í efni
Handavinnuferð til Englands
Ferðalýsing og fararstjórar

Handavinnuferð til Englands

VERDI og Garn í gangi

Fararstjórar ferðarinnar eru þær Sveina Björk Jóhannesdóttir og Íris Eggertsdóttir.
Þær eru starfsmenn Garn í Gangi og vita sínu viti er kemur að handavinnu og prjónamennsku.

Garn í gangi er krúttleg verslun, staðsett í gilinu á Akureyri og leggur upp með góðar vörur, góða þjónustu og hlýlegt viðmót.

Það er óhætt að segja að það verði líf og fjör í þessari ferð með þessa snillinga sem fararstjóra!

 

Ferðalýsing

Fimmtudagur 13. febrúar:
Flug frá Keflavík – London Gatwick með Icelandair kl. 07:40 – 10:55.
Rúta til Farnham
Sameiginlegur kvöldverður á Bush kl 19:00 þar sem hópurinn er hristur saman og stutt kynning á bænum, sýningunni og tillögur að auka afþreyingu.

Föstudagur 14. febrúar
Unravel Festival with Yarn
(Ath í næsta mánuði verður opnað fyrir námskeið sem hver og einn verður að bóka sig á ef áhugi).

Laugardagur 15. febrúar:
Unravel Festival with Yarn
Kl. 16:00 High tea á Bush Hotel  (valkvætt í bókunarferlinu - kostar kr 5.800 kr,-)

Sunnudagur 16. febrúar
Unravel Festival with Yarn
Möguleiki á að taka lest inn í London , eða til Guildford – fararstjórar fara yfir þessa möguleika í sameiginlega kvöldverðinum á fimmtudeginum 

Mánudagur 17. febrúar
Kl. 08:30 Rúta frá Bush Hotel Franham á flugvöll
Flug frá Gatwick – Keflavíkur með Icelandair kl 11:55 -15:20.