Fara í efni
Handavinnuferð til Skotlands
Ferðalýsing og fararstjórar

Handavinnuferð til Skotlands 

VERDI og Garn í gangi

Fararstjórar ferðarinnar eru þær Sveina Björk Jóhannesdóttir og Íris Eggertsdóttir.
Þær eru starfsmenn Garn í Gangi og vita sínu viti er kemur að handavinnu og prjónamennsku.

Garn í gangi er krúttleg verslun, staðsett í gilinu á Akureyri og leggur upp með góðar vörur, góða þjónustu og hlýlegt viðmót.

Það er óhætt að segja að það verði líf og fjör í þessari ferð með þessa snillinga sem fararstjóra!

 

Ferðalýsing

Föstudagur 6. sept
Flug Keflavík – Glasgow kl. 10:10 – 13:25 lent í Glasgow
Rúta frá flugvelli á hótel í Glasgow
Frjáls tími í Glasgow

Laugardagur 7. sept
Kl 09:00 farið til Perth á Garnhátíðina
Rútaferð ca 1,5 klst hvora leið
Farið til baka til Glasgow seinnipartinn
Skoða heimasíðu þeirra hér

Sunnudagur 8. sept
Frjáls dagur í Glasgow
Sameiginlegur kvöldverður (ekki innifalinn í verði, nánar auglýst á staðnum)

Mánudagur 9. sept
kl 10:00 farið í heimsókn ti Tribe Yarns
Rútuferð ca 2 klst hvor leið
Komið til baka til Glasgow um kl 16:00
Skoða heimasíðu þeirra hér

Þriðjudagur 10. sept
Heimferð, rúta sækir hópinn á Hótelið kl 11:00
Flug Glasgow- Keflavík kl 14:20 – 15:45 lent í Keflavík