Fara í efni
HM íslenska hestsins 2025
Hótel í ferðinni

HÓTEL TRAFO

Gott, nýtískulegt hótel í miðbæ Baden. Hótelið er í næsta nágrenni við lestar- og samgöngumiðstöðina í Baden - nokkurra mínútna labb.
Góð loftkæld herbergi, háhraða internet er á herbergjum. Morgunmatur og gistináttaskattur innifalinn.
Gestamóttakan er opin allan sólarhringinn.

Veitingastaðurinn Lemon er í eigu Hótelsins og er andspænis hóteli. Þar er bar og bjórgarður í 3ja mín göngufæri.

Nánar um hótelið hér

HÓTEL CENTURION QUALITY TOWER

The Centurion Quality Tower hotel er gott hótel í bænum Brugg. Hótelið er í ca 7 km fjarlægð frá Hardwinkel mótssvæðinu. Nokkurra mínútna labb er á lestar - og stræstisvagnastöðina. Þaðan er auðvelt að komast í allar áttir.

Góð loftæld herbergi, morgunmatur frítt Internet, frítt vatn, kaffi og/eða te í gestamóttöku.
Á hótelinu er veitingastaður Steakhouse Ignis Grill & Wine. Lítill bar í gestamóttökunni.

Hægt er að lesa nánar um hótelið hér