Íslenski Knattspyrnuskólinn á Spáni 2023
Hagnýtar upplýsingar
FLUGIÐ
Flogið er með Icelandair til/frá Alicante. Flugið tekur um 4 klst.
GISTING OG AÐBÚNAÐUR
Gist er á Hotel Thalasia í San Pedro sem er í um klukkustundar akstursfjarlægð í suður frá Alicante flugvelli.
Frábært hótel. Gist er í tveggja og þriggja manna herbergjum. Aðstaðan eins og best verður á kosið. Fundaraðstaða, úti - og innisundlaug, afþreyingarsvæði osfrv.
Fullt fæði; Hlaðborð í öll mál. Vatn með mat.
Göngufæri á vellina.
AÐSTAÐA
- 6 frábærir FIFA grasvellir.
- Fótboltatennisvellir.
- Stór líkamsrækt.