VERÐDÆMI:
Verð kr. 345.500 á mann m/v 2 fullorðna og 2 börn í standard studio.
Verð kr. 399.500 á mann m/v 2 fullorðna í standard studio.
Hægt er að velja um standard og royal studio íbúðir.
Innifalið í pakkaverði er flug, skattar, innrituð taska auk handfarangurs, gisting í 14 nætur í Phuket og 1 nótt í Helsinki, transfer til/frá flugvelli á hótel.
ATH. börn yngri en 12 ára borða frítt á hótelinu af barnamatseðli í fylgd með fullorðnum.
Staðfestingargjald er kr. 80.000 á mann og lokagreiðsla þarf að berast 8 vikum fyrir brottför.
Lágmarksþáttaka 10 manns.
FLUG:
Ferðin til Phuket eru tæpir 17 tímar, þar með talið er 2 klst. í Helskini þar sem skipt er um vél.
Ferðin frá Phuket eru um 13 klst til Helsinki, gist er á flugvallarhóteli um nóttina og þaðan eru tæpir 4 klst til Keflavíkur.
FARANGUR:
Finnair: Leyfilegt er að taka með sér 1 tösku sem vegur að hámarki 23 kg. Einnig mega farþegar hafa með sér litla handfarangurstösku að hámarki 10 kg.
AKSTUR:
Akstur til og frá flugvelli er innifalið í pakkanum.
Frá flugvellinum til gististaða er um 40 mínútna akstur.
GJALDMIÐILL:
Í Tælandi er gjaldmiðillinn baht og eru Íslendingar að fá u.þ.b 2500 baht fyrir 10.000 isk.
TRYGGINGAR:
Öllum ferðalöngum er ráðlagt að fara vel yfir sínar tryggingar áður en lagt er af stað í ferðalag og kaupa sérstaka ferðatryggingu fyrir Asíu sé hún ekki þegar innifalin í korti eða heimilistryggingu viðkomandi.
ÁRITUN:
Ekki þarf áritun fyrir Íslendinga til Tælands en rétt er að passa uppá að gildistími vegabréfs sé a.m.k. 3 mánuði umfram ferð.
BÓLUSETNINGAR:
Varðandi bólusetningu þá bendum við fólki á að tala við heimilislækni og fara eftir ráðleggingum.
ATH! Engir fararstjórar eru auglýstir í ferðinni.
Starfmaður VERDI verður fólki innan handar ef vandamál koma upp.