Fara í efni
Hótel á Kamala - Phuket

Sunwing Kamala Beach hefur hlotið Travelife Gold vottun, sem styður sjálfbærni í ferðaþjónustu.Hótelið er í þægilegri fjarlægð frá Phuket flugvelli eða í aðeins 35 mínútna akstursfjarlægð og ca 15 mínútna akstur til Patong, 10 mínútna göngufjarlægð frá Kamala Village og Phuket Fantasea.
Tveir veitingastaðir eru á hótelinu, annar við sundlaugagarðinn og móttökuna en hinn við ströndina. Þar fyrir utan eru veitingastaðir við strandlengjuna og í bænum. Líkamsrækt og afþreying fyrir þá sem kjósa er í boði alla daga.

Herbergin/íbúðir:
Það eru tvennskonar stúdíó íbúðir í boði. Standard stúdíó sem eru á 2-4. hæð með svölum, og Royal pool stúdíó sem eru á jarðhæð með verönd sem vísar að sundlaug og við komu fylgja þeim íbúðum drykkir og ávextir fyrir gesti. Að öðru leiti eru íbúðirnar eins.

Heimasíða hótels - smellið hér!

Innifalið í stúdíó íbúðum:
-loftkæling
-ísskápur
-örbylgjuofn
-hraðsuðuketill
-sími
-sjónvarp
-svalir / verönd
-öryggishólf
-wifi

Myndir af aðstöðu og íbúðum hér fyrir neðan: