Fara í efni
Heillandi heimur Tælands


Kamala er ein af fallegustu ströndum Phuket og er gríðarlega vinsælt hjá ferðamönnum, sérstaklega hjá þeim sem kjósa rólegra svæði en til dæmis Patong eða Phuket bæ. Upplifun ferðalanga er að Kamala sé öruggt og fjölskylduvænt svæði.

Kamala er rólegra svæði en til dæmis Patong eða Phuket bæ og upplifun ferðalanga er að Kamala sé öruggt og fjölskylduvænt svæði.
Flugvöllurinn eru í um 30-40 mín akstursfjarlægð og eingöngu eru 6 km til Patong ef fólk vil fá innsýn í fjölbreytt mannlífið þar, næturlíf og afþreyingu.

Kamala var upphaflega lítið sjávarþorp en í gegnum árin er staðurinn orðinn vinsæll áfangastaður.
Ströndin er 2 km. löng þar sem dásamlegt er að sóla sig í fallega umhverfi og synda í ilvolgum sjónum. Það er hægt að snorkla á norðurenda strandlengjunnar og sjá þar einstakt sjávarlíf í umhverfi sem er enn nokkuð ósnortið.

Úrval veitingastaða og börum er meðfram ströndinni og einnig í bænum við suðurenda strandarinnar.

Verslunarbásar eru víðsvegar þar sem er seldur allskyns varningur, mestmegnis matur, minjagripir og sólstrandavörur. Einnig má finna 7-Eleven og fleiri matvörubúðir bæði við suðurenda strandarinnar og inn í bænum.

Markaðurinn er opinn 2 daga í viku og er einstök upplifun þar sem boðið er upp á úrval bæði í mat, fatnaði þar sem merkjavörur eru áberandi, minjagripa og margt fleira er í boði. Skemmtileg stemming með heimamönnum sem enginn má missa af.

Í Kamala og víða annarsstaðar má sjá minnisvarða af flóðbylgjunni 2004.

Verðlag í Tælandi er mjög hagstætt, sérstaklega á matvöru og ýmsum varningi.