Fara í efni
Skoðunarferðir

Phang Nga Bay & James Bond eyja sigling

Ýmiskonar siglingar og ferðir eru í boði í Phang Nga-flóa frá Phuket.

Phi Phi eyja sigling

Siglingar frá Phuket til Phi Phi ætti enginn að láta framhjá sér fara enda náttúrufegurðin einstök. Bæði hálfsdags og heilsdagsferðir eru í boði. Eins er hægt að velja um ferju, hraðbát, longtail bát ofl. Sambland af siglingu, köfun eða snorkli, og eyjahopp til helstu náttúruperla þar á meðal Bamboo Island, Maya Bay og Rang Yai Island.

Skoðunarferðir á Phuket-eyju með leiðsögn

Phuket hefur fullt af fallegum stöðum sem vert er að skoða, þar á meðal stórbrotin útsýnisstaði, musteri og helgidóma.

Fílaathvarf

Dásamleg upplifun á griðastað fíla þar sem dýrin fá að lifa síðustu árin sín laus. Athvarfið er staðsett á 30 hektara gróskumiklu landi. Að heimsækja fíla friðlandið hjálpar til við að styðja verkefnið.

Racha Yai dagsferðir

Það er úrval af ferðum í boði til Racha-eyju.

Einkasigling í eyjahopp

Ef þú ert á höttunum eftir einkahraðbát eða snekkju til að skoða nærliggjandi eyjar með vinum eða fjölskyldu þá er úrval um slíkar ferðir.
Hálfsdags-, heilsdagsferðir og kvöldverðarsiglingar.