Fara í efni
La Sella - Vor 24
Hótel - La Sella
Marriott Resort Denia La Sella er í El Montgo þjóðgarðinum. Náttúrufegurð þjóðgarðsins er með eindæmum og mikil gróðursæld samanborið við önnur svæði í suðausturhluta Spánar.
Hótelið býður upp á allt sem til þarf til að fullkomna golfferðina.

Auk rúmgóðra herbergja er góð heilsulind á staðnum, líkamsrækt, 3 veitingastaðir, móttöku- og sundlaugarbar.
Aðeins eru rúmlega 100 metrar frá hótelinu og í klúbbhúsið. Næsti bær við hótelið er Denía, en þangað er sirka 7 mínútna akstur. Ennþá nær er ágætis verslunarmiðstöð.
 
Hótelið, staðsetning þess og andrúmsloftið býður af sér góðan þokka sem hjálpar til við að fullkomna sveifluna í golffríinu þinu.
Allt hótelið var endurnýjað árið 2019.
 

Fleiri myndir af hótelinu hér

Nánar um hótelið hér