Fara í efni
La Sella - Vor 24
La Sella svæðið á Costa Blanca

Golfvöllurinn býður upp á 3 ólíkar 9 holu lykkjur eða samtals 27 holur sem hannaðar eru af tvöfalda US Masters meistaranum Jose María Olazabal.
Lykkjurnar 3 eru fallega staðsettar í glæsilegu umhverfi þjóðgarðsins og skiptast í gula, rauða og græna völlinn. Vellirnir eru mjög ólíkir og fjölbreyttir.

Rauða völlinn má skilgreina sem klassískan skógarvöll á meðan guli völlurinn líkist mest „parklandvelli “.
Græni völlurinn er svo mjög opinn og líkist um margt því að spila sjávarvöll. 18 af 27 holum hafa farið í gegnum miklar endurbætur þar sem flatir, teigar og brautir voru endurnýjuð til að auka gæði vallarins.

La Sella býður einnig upp á mjög gott æfingasvæði til að æfa alla þætti íþróttarinnar. 

Dagsetningar á pakkaferðum:

  • 28. mars - 6. apríl 2024
  • 6. apríl - 16. apríl 2024
  • 16. apríl - 25. apríl 2024
  • 25. apríl - 2. maí 2024
  • 9. maí - 16. maí 2024

Innifalið í pakkaferðum okkar er:

Beint flug með Play til og frá Alicante m/tösku og golfsett, ferðir til og frá hóteli með leigubíl/rútu, gisting með morgun og kvöldverð & drykkir með kvöldverð, ótakmarkað golf á dag með kerru, traust fararstjórn.
Golfbíll kostar 35EUR per 18 holur.