Fara í efni
Lech Zurs í Austurríki með Guðmundi Karli
Nánari upplýsingar

LECH

Arlberg svæðið er kallað af mörgum vagga alpagreinarinnar en Lech og St.Anton er hluti af sama skíðasvæðinu þar.
Fyrsta skíðalyftan var einmitt sett upp í Lech Zurs en svæðið er stærsta tengda skíðasvæði Austurríkis og það fimmta stærsta í heiminum. Lech Zurs tengist nefnilega St. Anton og Warth sitt hvoru megin. Það ættu því allir að finna eitthvað við sitt hæfi.

Margir skemmtilegir veitingastaðir og apre-ski barir eru bæði í brekkunum og í bænum.
Skíðaskólar eru í boði fyrir þá sem vilja rifja upp eða fá fá meiri áskorun. Lech Zurs er einnig þekkt fyrir lausamjöllina sem getur verið mjög krefjandi og er vinsælt meðal fjallaskíða áhugamanna.

Arlberg svæðið bíður upp á brekkur sem eru frá 1450 metrum yfir sjó og upp í 2450 metra yfir sjó.
Útsýnið og fjallasýn Lech Zurs er ómótstæðilegt.

Í Lech er ein frægasta skíðalyfta seinni tíma, Bridget Jones lyftan en hún var notuð í myndinni.
https://www.youtube.com/watch?v=a5tpnHD6J-U

Hótelin sem við bjóðum í Lech eru mjög nálægt eða við lyftur. Fararstjóri mun aðstoða gesti með lyftupassa, skíðaleigu osfrv.
Skíðaleigur eru nokkrar og því ættu allir að fá búnað sem hentar vel í hinar ýmsu aðstæður.

Skíðapassa má einnig kaupa á netinu fyrirfram - Sjá hér!

Nánari upplýsingar um skíðasvæðið og aðra afþreyingu;
https://www.lechzuers.com/en/winter/winter-sports/skiing

Frekari upplýsingar veitum við í gegnum netfangið sport@verditravel.is eða í gegnum síma 460-0620

Innifalið í verði:

 • Flug og flugvallaskattar
 • Töskuheimild 23 kg auk handfarangurs
 • Akstur til / frá flugvelli á hótel
 • Gisting með hálfu fæði (morgun- og kvöldverð) 
 • Fararstjórn

  Ekki innifalið:
  Skíðabúnaður í flug er valkvætt. Hægt er að leigja allan búnað á staðnum.
  Ferðamannaskattur greiðist beint til hótels við brottför.