Fara í efni
Lech Zurs í Austurríki
Gott að hafa í huga!

Góð sólgleraugu og skíðagleraugu eru nauðsyn.
Að sjálfsögðu er mælt með því að allir noti hjálm.
Skíðagríma er góð ef spáð er köldu veðri.
Ath. að stöðva aldrei undir blindhæð í brekkunum.
Sá sem er neðar í brekkunni á alltaf réttinn.
Drekka má vatnið úr krananum.
Muna skal að hafa með varaáburð og sólarvörn.
Muna að skíða ávallt með aðgát!

TRYGGINGAR:
Það getur skipt miklu máli að vera rétt tryggður. Margt getur gerst á ferðalögum. Flestir eru tryggðir í gegnum kreditkortið sitt eða fjölskyldutryggingu og oft er óþarfi á auka tryggingu. Við mælum með því að heyra í tryggingafélaginu ykkar til að hafa allt á hreinu áður en ferðin hefst. Það fylgir SOS kort með kreditkortum sem eru með þau símanúmer sem nauðsynlegt er að hafa við höndina ef eitthvað kemur upp á.
Neyðarþjónusta SOS International er með sólahringsvakt ef um alvarleg veikindi eða slys um ræðir - sími 0045 70 10 50 50.
Eins mælum við með að vera með evrópska sjúkratryggingakortið í för, nánari upplýsingar er að finna HÉR!