Fara í efni
Liverpool pakkaferðir
Almennar upplýsingar

Ferðinar okkar eru annað hvort út með Icelandair til Manchester eða út með Play til Liverpool. Flogið út með morgunflugi á föstudögum og heim í hádeginu á mánudögum nema annað sé tekið fram.
Gist er á Delta Hotels by Marriott Liverpool City Centre, gott 4 stjörnu hóteli í miðborg Liverpool.

Frekari upplýsingar veitum við í gegnum netfangið sport@verditravel.is eða í gegnum síma 460-0620.

Hvað er innifalið?

Í flest öllum pakkaferðum okkar er eftirtalið innifalið;
Flug til og frá Manchester með Icelandair eða með PLAY til og frá Liverpool, skattar og taska, gisting með morgunverði á Delta Hotels by Marriott Liverpool City Centre, miði á leikinn, akstur til og frá flugvelli og íslensk fararstjórn.
Ferðir sem ekki innihalda einhvern af upptöldum þjónustuþáttum verða sérmerktar og ætti ekki að fara fram hjá fólki.

Farþegar fá senda ferðalýsingu c.a. 2 vikum fyrir brottför og í þeirri lýsingu koma nánari upplýsingar fram.

Þegar flogið er með Play er innifalin innrituð taska og lítill bakpoki í handfarangur (20 kg taska innrituð),
Þegar flogið er með Icelandair er innifalin innrituð taska og handfarangurstaska (23 kg taska innrituð).

Ekki er hægt að greiða fyrir ferðirnar með vildarpunktum Icelandair, en farþegar í vildarklúbbnum fá vildarpunkta fyrir Icelandairflugið í ferðunum.

Upplýsingar um flug:

Play flug til Liverpool:
KEF - LPL Fös. 06:45 - 10:20 OG810
LPL - KEF Mán. 11:45 - 13:30 OG811

Icelandair flug til Manchester:
KEF - MAN Fös. 08:00 - 11:40 FI440
MAN - KEF Mán. 13:05 - 14:50 FI441

Farangursheimild í flug:
Icelandair: 23 kg innrituð taska og handfarangur.
Play: 20 kg innrituð taska og lítill bakpoki í handfarangur.

Verðin í ferðirnar eru miðuð við að ferðirnar séu bókaðar og greiddar á netinu.