Fara í efni
Manchester United pakkaferðir
Almennar upplýsingar

VERDI Sport og Man.Utd klúbburinn á Íslandi eru í samstarfi um að skipuleggja ferðir á flesta heimaleiki Manchester United á komandi keppnistímabili.

Flogið er með áætlunarflugi Icelandair til Manchester (sjá nánari flugupplýsingar í ferðalýsingu).
Í nánast öllum ferðunum er gist á Novotel hótelinu í miðborg Manchester.

Upplýsingar um flug:

Icelandair flug til Manchester:

Brottfarir fram til 30. október, þegar klukkan er sú sama:
KEF - MAN           Fös.          08:00 - 11:40          FI440
MAN - KEF           Mán.         13:05 - 14:50          FI441

Brottfarir eftir 31. október, þegar klukkan breytist:
KEF - MAN           Fös.           08:00 - 10:45          FI440
MAN - KEF           Mán.          11:55 - 14:45           FI441

Farangursheimild í flug:
Icelandair: 23 kg innrituð taska og handfarangur.

Í flestum pakkaferðum okkar á Manchester United leiki er innifalið flug, gisting með morgunverði, miði á leikinn, akstur til og frá flugvelli og Íslensk fararstjórn. Sjá nánar hvað er innifalið í ferðalýsingu.
Verðir sem ekki innihalda einhvern af upptöldum þjónustuþáttum verða sérmerktar og ætti ekki að fara fram hjá fólki.

Verðin í ferðirnar eru miðuð við að ferðirnar séu bókaðar og greiddar á netinu.

Farþegar geta nú bókað sig í skoðunarferðir um völlinn um leið og ferðin er bókuð.

Sætin sem VERDI hefur á Old Trafford eru á mjög góðum stað í suður-stúkunni, hægra megin við varamannabekki. Sætin eru á svæði merkt STH126.
Nánari útskring á miðunum er hér á síðunni okkar undir "Sætin á Old Trafford".
Miðar á völlinn eru sendir til farþega sirka 2-6 dögum fyrir leik.
Við gerum okkar allra besta í því að farþegar sem ferðast saman fái að sitja saman á vellinum.

Ferðalýsing með öllum nánari upplýsingum og tímasetningum verða sendar út til farþega c.a. tveim vikum fyrir ferð.