VERDI travel býður upp á pakkaferðir á Enska boltann tímabilið 25/26.
í pakkaferðum okkar á Old Trafford er flogið er með áætlunarflugi Icelandair til Manchester (sjá nánari flugupplýsingar í ferðalýsingu).
Í nánast öllum ferðunum er gist á Novotel hótelinu í miðborg Manchester.
Farangursheimild í flug:
Icelandair: 23 kg innrituð taska og handfarangur.
Í öllum okkar pakkaferðum okkar á Manchester United leiki er innifalið flug, gisting með morgunverði og miði á leikinn.
Verðin í ferðirnar eru miðuð við að ferðirnar séu bókaðar og greiddar á netinu.
Miðar á völlinn eru sendir til farþega sirka 2-6 dögum fyrir leik, miðar eru sendir rafrænt.
Við gerum okkar allra besta í því að farþegar sem ferðast saman fái að sitja saman á vellinum.
Ferðalýsing með öllum nánari upplýsingum og tímasetningum verða sendar út til farþega c.a. tveim vikum fyrir ferð.
ETA - Rafrænt ferðaleyfi til Bretlands (eftir 2.apríl 2025)
Frá og með 2. apríl 2025 þurfa Íslendingar á leið til Bretlands að hafa sótt um rafrænt ferðaleyfi (ETA, Electronic Travel Authorisation) áður en þeir ferðast en opnað verður fyrir umsóknir 5. mars 2025.
Íslenskum og öðrum erlendum ríkisborgurum, sem ekki hafa dvalarleyfi í Bretlandi, verður skylt að hafa fengið ETA áður en þeir ferðast til Bretlands óháð því hvort lokaáfangastaður sé Bretland eða um millilendingu sé að ræða. Þetta á bæði við um þá sem ferðast til Bretlands í einkaerindum og styttri vinnuheimsóknum.
ETA kostar GBP 10 og gildir í tvö ár frá útgáfudegi eða þar til vegabréf viðkomandi rennur út ef það er innan þessara tveggja ára. Auðveldast er að sækja um ETA með „UK ETA app“ smáforriti, fyrir iPhone og Android síma, en einnig er hægt að sækja um á vefsíðu breskra stjórnvalda, GOV.UK.
Sjá hér upplýsingar frá Stjórnarráði Íslands
ETA umsóknir sem og önnur ferðaleyfi eru ávallt á ábyrgð farþegans.