Fara í efni
Novo Sancti Petri - Haustið 24
Golfskólinn

VERDI GolfSaga býður farþegum sínum upp á golfskóla á Novo Sancti Petri - aðstæður til golfkennslu- og æfinga á heimsmælikvarða


Golfskólinn á Novo Sancti Petri stendur yfir í 6 daga og samanstendur af fyrirlestrum, verklegri golfkennslu, golftengdum æfingum og golfleik.

Golfskóli 301 er fyrir þá sem vilja taka golfið föstum tökum og ná meiri árangri. Áhersla golfskóla 301 er að nemendur nái að fækka höggunum með þeirri færni sem þeir hafa. Landsliðsæfingar fyrir venjulega kylfinga. Hámarksforgjöf 27. Hámarksfjöldi nemenda 12.

Það sem kennt er í golfskóla 301 er:

  • Greina golfleik sinn; hvar erum við að græða högg og hvar erum við að tapa höggum
  • Greina styrki og hindranir hvers og eins
  • Þróa styrkleika sína til betri árangurs
  • Takast á við hindranir sínar
  • Hugarfar, líkamsþjálfun, leikskipulag, golfæfingar og spil.

 

40.000kr á mann

ALLT TIL ÞESS AÐ FÆKKA HÖGGUNUM