Fara í efni
Novo Sancti Petri - Haustið 24
Hótel - Novo Sancti Petri

IBEROSTAR ROYAL ANDALUS ****

Hótelið er staðsett á frábærum stað við Atlantshafsströndina en á hótelinu eru 413 herbergi á 3 hæðum.
Fjölbreytt aðstaða og þjónusta er á hótelinu, s.s. stórar setustofur, hársnyrting, fundarherbergi, líkamsrækt, heilsulind, snarlbar, kaffitería og veitingastaðir.

Á 60.000 fm svæði eru 2 stórar sundlaugar, barnalaugar og aðstaða til slökunar og sólbaða.
Við hótelið er glæsileg baðströnd og á hótelinu er hægt að leigja strandsólbekki. Einnig er fjölbreytt tómstunda- og íþróttaaðstaða í boði, bæði á hótelinu og í nágrenninu.
Hótelið var endurnýjað vorið 2020. Stutt er að ganga í verslunarkjarna þar sem má finna kaffihús, veitingastaði, bari, súpermarkað, apótek, golfverslun og fleira.

Fleiri myndir af hótelinu hér

Nánar um hótelið hér