Fara í efni
Novo Sancti Petri - Haustið 24
Novo Sancti Petri

Stór glæsilegur 36 holu golfvöllur hannaður af goðsögninni Seve Ballesteros.
Völlurinn er staðsettur við eina fallegustu strönd suður Andalúsíu.
Iberostar Royal Andalus hótelið tekur vel á móti kylfingum í aðeins 7 mínútna göngufæri frá golfskálanum. Hótelið var allt endurnýjað sumarið 2021 og er því hið glæsilegasta með alla þá þjónustu sem kylfingar leitast eftir í fríinu.

Novo Sancti Petri svæðið er draumur hvers kylfings því það samanstendur af snilldarlega hönnuðu golfsvæði með tveimur 18 holu keppnisvöllum, stuttum æfingaholum og fullkomnu æfingasvæði, hóteli, líkamsrækt og strönd, allt á sama stað.

Fyrir þá sem vilja prófa aðra golfvelli eru meira en 14 glæsilegir golfvellir í næsta nágrenni. Þeir sem vilja skoða meira en golfvelli hafa úr nægu að velja því aðeins er 30 mínútna akstur til borgarinnar Jerez og 15 mínútna akstur til hinnar sögufrægu borgar Cadiz og fleiri bæja þar sem frábært er að njóta mannlífsins og menningarinnar.

Novo Sancti Petri golfsvæðið býður upp á mikla fjölbreytni. Þar eru tveir 18 holu golfvellir sem skiptast í strandbrautir, hefðbundnar skógarbrautir, vatnabrautir og brautir sem bjóða upp á fallegt útsýni yfir Atlantshafið.
Vellirnir eru hannaðir af Severiano Ballesteros og er Novo Sancti Petri fyrsti völlurinn sem hann hannaði. Síðan þá hefur hann hannað marga fræga velli.

Æfingasvæðið er frábært og er þar mikið pláss með bæði grasi og mottum. Á æfingasvæðinu eru minni svæði fyrir löng og stutt vipp, sandgryfjuhögg og einnig eru þar góð púttsvæði. Stuttar æfingabrautir eru einnig á svæðinu. Klúbbhúsið er rúmgott og vinalegt og öll önnur aðstaða er til fyrirmyndar.
Kíktu nánar á Novo Sancti Petri golfsvæðið hér!