Hvernig á ég að bóka í ferðina
Til að bóka í ferðina geta viðskiptavinir farið inn í bókunarvél okkar.
Bókunarvélin okkar er einföld og notendavæn.
Ef viðskiptavinir þurfa á aðstoð að halda eða eru með séróskir varðandi sína bókun hægt að hafa samband við starfsfólk okkar í síma 4600620, senda tölvupóst á sport@verditravel.is eða arni@golfsaga.is, eða koma á söluskrifstofu okkar.
Þjónustufulltrúar okkar hjálpa ykkur með glöðu geði.
Opið er á milli 09:00-16:00 alla virka daga.
Staðfestingargjald og fullgreiðsla
Staðfestingargjald í ferðina er 50.000 kr. per farþega.
Staðfestingargjald er óendurkræft.
Ferð skal vera fullgreidd eigi síðar en 6 vikum fyrir brottför.
Rástímar
VERDIGolfSaga hefur tryggt sínum farþegum bestu morgunrástíma sem völ er á.
Ekki hika við að senda okkur fyrirspurnir varðandi séróskir um rástíma eða spilafélaga og við gerum okkar allrar besta að uppfylla óskir ykkar
Leigusett
Leitið upplýsinga varðandi leigu á golfsettum í þessari ferð með því að senda tölvupóst á arni@golfsaga.is
Golfbílar og rafmagnskerrur
Hægt er að bóka golfbíl í þessari ferð. Þeir eru hinsvegar greiddir og staðfestir á staðnum.
Golfbíll kostar 40EUR per 18 holur
Eins er hægt að leigja rafmangskerru. Hún kostar 18EUR per 18 holur.
Vinsamlegast látið starfsfólk okkar vita ef farþegar hafa áhuga á golfbíl eða rafmagnskerru.
Akstur til og frá flugvelli
Ekki er innifalinn akstur í pakkanum til og frá flugvelli.
Við bendum fólki á að flugvöllurinn á Malaga er í 35mín akstursfjarlægð með leigubíl.
Fararstjórn
Ekki er fararstjóri á svæðinu frá VERDI GolfSaga.
Starfsfólk okkar mun hinsvegar aðstoða farþega eftir bestu getu fyrir brottför og svörum við ykkar spurningum með glöðu geði.
Fæði á hótelinu
Á hótelinu er boðið upp á góðan morgunverð alla morguna. Einni er innifalið í verði fimm kvöldmálítðir á hótelinu.
Flugsæti?
Ef viðskiptavinir okkar hafa áhuga á að fá tilboð með flugsætum þá skal hafa samband við þjónustufulltrúa okkar í síma 4600620 eða sport@verditravel.is
Afbókun, nafnabreytingar og annað
Afpöntun ferðar og endurgreiðsla fer eftir Ferðaskilmálum.
Ekkert er hægt að kaupa forfallatryggingu í ferðina.