Fara í efni
Rio Real - Marbella
Rio Real svæðið á Marbella

Rio Real golfvöllurinn var hannaður af hinum goðsagnakennda Javier Arana, sem margir telja besta spænska golfvalla­hönnuð allra tíma.

Völlurinn opnaði árið 1965 og er staðsettur á einu virtasta svæði Marbella, aðeins 5 mínútum frá miðbænum. Nafnið dregur hann af ánni Rio Real, sem liðast meðfram vellinum og verður hluti af leiknum þar til hún rennur út í Miðjarðarhafið.

Þetta er stórbrotinn 18 holu völlur, par 72 völlur – rúmlega 6.000 metrar að lengd – og er viðurkenndur af Spænsku golfsambandinu sem einn af þeim fremstu á Spáni, bæði fyrir skipulag, fegurð og orðspor.
Á svæðinu má finna fjölbreytt gróðurlendi sem skapar einstaklega aðlaðandi umgjörð hvort sem leikið er gangandi eða á golfbíl.

Með mildu Miðjarðarhafsloftslagi er hægt að spila allan ársins hring.
Völlurinn hentar jafnt byrjendum sem lengra komnum kylfingum.

Nánari upplýsingar má sjá á heimsíðu svæðisins hér

Hola 1 - myndband
Hola 2 - myndband
Hola 3 - myndband
Hola 4 - myndband
Hola 5 - myndband
Hola 6 - myndband
Hola 7 - myndband
Hola 8 - myndband
Hola 9 - myndband
Hola 10 - myndband
Hola 11 - myndband
Hola 12 - myndband
Hola 13 - myndband
Hola 14 - myndband
Hola 15 - myndband
Hola 16 - myndband
Hola 17 - myndband
Hola 18 - myndband