Fara í efni
Rotterdam - Flug frá Akureyri
Rotterdam

Holland er handan við hornið!

Holland er frábær áfangastaður sem fólk ætti að kynna sér. Rotterdam verður sívinsælli áfangastaður fyrir ferðamenn en þessi fallega hafnarborg hefur upp á margt að bjóða.

Einstaklingar og fjölskyldur ættu því að geta auðveldlega fundið eitthvað við sitt hæfi og nýtt sér beint flug frá Akureyri til Hollands.

Milli Rotterdam og Amsterdam er aðeins um klukkutíma akstur (78 km).

Tengiflug

Frá Amsterdam Schipol flugvelli má finna gífurlegt úrval af tengiflugs valmöguleikum um heim allan. Starfsfólk VERDI getur aðstoðað farþega við tengiflug.

Rotterdam airport hefur einnig upp á að bjóða ýmsikonar valmöguleika.