Fara í efni
Rotterdam - Akureyri Flugsæti sumarið 2024
Algengar spurningar

Hvernig á ég að bóka í ferðina

Til að bóka í ferðina geta viðskiptavinir farið inn í bókunarvél okkar. 
Bókunarvélin okkar er takmörkuð og vonumst við til þess að fólk sýni því skilning, en unnið er að nýrri og endurbættri bókunarvél.

Einnig er hægt að hafa samband við starfsfólk okkar í síma 4600600, senda tölvupóst á verdi@verditravel.is eða koma á söluskrifstofu okkar. Þjónustufulltrúar okkar hjálpa ykkur með glöðu geði.

Opið er á milli 09:00-16:00 alla virka daga.

Fullgreiðsla

Þegar aðeins er keypt flugsæti þá þurfa farþegar að fullgreiða flugið við bókun.

Sætisfrátekning og betri sæti

Engin betri sæti eru um borð í vélum Transavia.

Farþegar geta skráð sig inn á sína bókun og keypt sér sæti og auka þjónustu. Starfsfólk VERDI veitir nánari upplýsingar um þetta.

Covid málefni

Við hvetjum fólk til að kynna sér reglunar um ferðalög til og frá Íslandi. Hér má nálgast upplýsingar á Covid.is

Við hvetjum farþega til þess að kynna sér vel gildandi sóttvarnarreglur – bæði fyrir brottför og komu.

Afbókun, nafnabreytingar og annað

Afpöntun ferðar og endurgreiðsla fer eftir Ferðaskilmálum.

Ekkert er hægt að kaupa forfallatryggingu í ferðina.

Transavia - flugfélagið

Flogið er með Transavia. Transavia hefur staðið að baki flugi til Akureyrar á veturnar og sumrin frá árinu 2021.

Flugtími

Flugtíminn er um þrír klukkutímar og 10 mínútur

Farangur

Transavia: Leyfilegt er að taka með sér 1 tösku sem vegur að hámarki 20 kg.
Einnig mega farþegar hafa með sér litla handfarangurstösku að hámarki 10 kg.

Tryggingar

Öllum ferðalöngum er ráðlagt að fara vel yfir sínar tryggingar áður en lagt er af stað í ferðalag og kaupa sérstaka ferðatryggingu sé hún ekki þegar innifalin í korti eða heimilistryggingu viðkomandi. Einnig er gott að hafa meðferðis tryggingaskírteini frá Tryggingastofnun ríkisins, komi eitthvað óvænt upp á.