Fara í efni
Gönguferð á Santorini
Erfiðleikastig

Þessi ferð er metin sem léttur taktur 1fjall+ ef gengið er allar dagleiðirnar. 

Við hjá Göngu-Hrólfi höfum komið okkur upp skala; til að flokka gönguferðir út frá hversu erfiðar þær eru fyrir þáttakendur. Þetta er okkar eigið flokkunarkerfi og er því ekki hægt að bera það saman við önnur slík. Erfiðleikastigin taka meðal annars mið af eftirfarandi þáttum:

Hækkun og lækkun sem þarf að sigrast á í ferðinni.
Lengd göngu í kílómetrum.
Tími sem gangan tekur í raun. Hækkun og gönguland skiptir þar miklu máli.
Eðli gönguslóðanna, það eru bæði sléttir stígar og gróft ójafnt land með ógreinilegum eða engum stígum.
Styrkur og þol.

Nánari erfiðleikaflokkun má sjá hér að neðan:

1 hæð: Laufléttur taktur

Farið er í léttar göngur eftir góðum stígum. Hækkum lítil sem engin mest 50-100 metrar. Ekki er gert ráð fyrir að gengið meira en 2 tíma í einu suma dag er ekki gengið heldur ekið eða siglt. Vert er að hafa í huga að það getur verið tímafrekt að skoða stórar fornborgir og hitinn getur líka reynst fólki erfiður. Mikilvægt er að hafa með þægilega göngu/ strigaskó og góðan hatt.

1 fjall: Léttur taktur
Allar göngur í ferðinni eru léttar og farið er eftir góðum eða nokkuð góðum stígum. Hækkun er ekki meira en 2-300 metrar og dagleiðir 2-5 tímar. Miðað er við að þátttakendur hafi gengið nokkuð reglulega í nágrenni sínu eða stundað einhverja líkamsþjálfun. Auk þess er góð heilsa mikilvæg og áhugi fyrir að skoða umhverfi sitt gangandi.

2 fjöll: Hefðbundinn taktur.
Í hluta göngunnar er farið um ójafnt landslag með ógreinilegum stígum. Hækkun getur verið 6-800 metrar og sumar dagleiðir geta tekið 8 tíma. Til að njóta ferðarinnar þurfa þátttakendur að hafa reynslu af fjallgöngum og gönguferðum úti í náttúrunni eða verið virkir í einhverri góðri líkamsþjálfun. Og það er nauðsynlegt að vera í góðu líkamlegu formi.

3 fjöll: Aukinn taktur
Sumar gönguleiðir eru erfiðar vegna þess að undirlagið er mjög ójafnt, e.t.v. þarf að klifra einhvern hluta leiðarinnar og jafnvel að nota reipi til halds og öryggis. Dagleiðir geta verið 8-10 tíma langar og hækkun yfir 800 metra. Það er nauðsynlegt að hafa þjálfun úr fjölbreyttum fjallgöngum á Íslandi, vera í mjög góðu formi og laus við alvarlega lofthræðslu.