Fara í efni
Hagnýtar upplýsingar

FLUG:
Flugtíminn er um fimm og hálf klukkustund.

FARANGUR:
Nice air: Leyfilegt er að taka með sér 1 tösku sem vegur að hámarki 20 kg.
Einnig mega farþegar hafa með sér litla handfarangurstösku að hámarki 10 kg.

AKSTUR:
Akstur til og frá flugvelli er ekki innifalið í pakkanum. Ef óskað er eftir fyrirfram bókuðum akstri skal hafa samband við starfsfólk Ferðaskrifstofu Akureyrar.
Frá flugvellinum til gististaða er um 20-30 mínútna akstur.

LANDFRÆÐILEG LEGA:
Kanaríeyjar eru sjö talsins og er Tenerife sú stærsta, 2,034 ferkílómetrar og liggur rúmlega 300 km út frá strönd Marokkó í Afríku.

ÍBÚAFJÖLDI:
Á Kanaríeyjum búa samtals 2,1 milljón manns, þar af um 900 þúsund á Tenerife.

TRYGGINGAR:
Öllum ferðalöngum er ráðlagt að fara vel yfir sínar tryggingar áður en lagt er af stað í ferðalag og kaupa sérstaka ferðatryggingu sé hún ekki þegar innifalin í korti eða heimilistryggingu viðkomandi. Einnig er gott að hafa meðferðis tryggingaskírteini frá Tryggingastofnun ríkisins, komi eitthvað óvænt upp á.