Fara í efni
Tenerife - Fjölskyldur og hópar!
Algengar spurningar

Hvernig fæ ég tilboð?

Stórfjölskyldur og hópar geta haft samband við þjónustufulltrúa okkar og óskað eftir tilboði í sína ferð. Til þess að þjónustufulltrúar okkar geti afgreitt ykkur hratt og örugglega er gott að fá þessar upplýsingar til að byrja með:
- Áfangastaður
- Dagsetningar, tímabil og lengd ferðar
- Fjöldi farþega í hópnum
- Aldur barna í hópnum
- Hvernig farþegar skiptast niður á herbergi

Hægt að hafa samband við starfsfólk okkar í síma 4600600, senda tölvupóst á verdi@verditravel.is eða koma á söluskrifstofu okkar. Þjónustufulltrúar okkar hjálpa ykkur með glöðu geði.

Opið er á milli 09:00-16:00 alla virka daga.

Staðfestingargjald og fullgreiðsla

Almenna reglan er sú að staðfestingargjald í ferðir eru 50.000 kr. per farþega.
Staðfestingargjald er óendurkræft.

Staðfestingagjald í hópum getur breyst og fer það eftir fargjaldareglum flugfélaga.

Almennt skal ferð vera fullgreidd eigi síðar en 6 vikum fyrir brottför.

Akstur til og frá flugvelli

VERDI ferðaskrifstofa er ekki með skipulagðar rútuferðir á hótelin. Þeir sem vilja fá fyrirfram bókaðan akstur skulu hafa samband við starfsmenn okkar.

Hópar og stórfjölskyldur geta fengið tilboð í akstur.

Fararstjórn

Enginn fararstjóri er á vegum VERDI ferðaskrifstofu á Tenerife eða öðrum sólarstöðum, nema annað sé sérstaklega tekið fram.
Ferðaskrifstofan hefur enskumælandi samstarfsfólk á staðnum sem getur aðstoðað í neyðartilfellum.

Sætisfrátekning og betri sæti

Reglur, verkferlar og kostnaður í kringum sætisfrátekningar eru mismunandi eftir flugfélögum. Viðskiptavinir skulu sérstaklega óska eftir sætisfrátekningum í flug og fara yfir þau mál með þjónustufulltrúa okkar.

Ef óskað er eftir betri sætum í flug – leitið upplýsinga hjá starfsfólki okkar.

Covid málefni

Við hvetjum fólk til að kynna sér reglunar um ferðalög til og frá Íslandi. Hér má nálgast upplýsingar á Covid.is

Farþegar geta reiknað með ákveðnum sóttvarnaraðgerðum og að grímuskylda sé á völdum stöðum á Tenerife.

Við hvetjum farþega til þess að kynna sér vel gildandi sóttvarnarreglur – bæði fyrir brottför og komu.

Get ég keypt stök flugsæti?

Já, VERDI selur stök flugsæti. Hafið samband við þjónustufulltrúa okkar.

Afbókun, nafnabreytingar og annað

Afpöntun ferðar og endurgreiðsla fer eftir ferðaskilmálum VERDI sem og skilmálum viðkomandi flugfélags.

Ekkert er hægt að kaupa forfallatryggingu í ferðina.

Fæði á hótelum

Á hótelunum sem í boði eru er oftast hægt að velja um mismunandi fæði. Hér fyrir neðan má sjá útskýringar:

Self catering = Ekkert fæði innifalið
Bed and breakfast = Aðeins morgunverður
Half board = Morgnverður og kvöldverður. Stundum hægt að skipta yfir í hádegisverð. Það þarf að semja við hótelið á staðnum.
Full board = Morgunverður, hádegismatur og kvöldverður.
All inclusive = Fullt fæði og innlendir drykkir.