Fara í efni
Tenerife - Fjölskyldur og hópar!
Hótel á Tenerife
Hér má nálgast kynningarbækling um vinsæl hótel á Tenerife:

Tenerife bæklingur

H10 LAS PALMERAS ****

H10 Las Palmeras er frábært hótel á besta stað á Amerísku ströndinni. Hótelið er umkringt verslunum og veitingastöðum, og stutt er í miðbæinn. Ströndin er einnig í stuttri göngufjarlægð.

Fjölbreytta veitingastaði sem bjóða upp á mismunandi matargerðir er að finna á hótelinu, ásamt þremur börum. Góðar sundlaugar og stór aðstaða til sólbaða er í gróðursælum garði hótelsins.
Aðstöðu til iðkunar hinna ýmsu íþrótta og líkamsræktarstöð er sömuleiðis að finna.
Skemmtidagskrá fyrir börn er haldið úti. Herbergi hótelsins eru stílhrein og rúmgóð.

Hægt er að lesa nánar um hótelið hér


SPRING BITACORA ****

Spring hotel Bitácora er skemmtilegur kostur fyrir fjölskyldur á frábærum stað – aðeins útúr skarkalanum, en þó er stutt að fara á „Laugaveginn,“ aðal verslunargötuna á Amerísku ströndinni. Foreldrarnir geta slakað á meðan börnin leika sér í lauginni eða taka þátt í barnadagskránni.

Herbergin eru björt og rúmgóð og í þeim öllum eru meðal annars svalir, loftkæling, gervihnattasjónvarp, smábar, öryggishólf (gegn gjaldi) og hárþurrka. Hægt er að fá hótelherbergi sem rúma allt að tvo fullorðna og tvö börn – í þeim eru tvíbreitt rúm og svefnsófi.

Í fallegum garðinum eru tvær laugar, önnur þeirra með lítilli vatnsrennibraut og svæði fyrir börnin; Nenelandia.
Tennis-, blak- og skvassvellir, minigolf, borðtennis- og billjarðborð eru við hótelið.

Aðalveitingastaður hótelsins er með morgun-, hádegis- og kvöldverðarhlaðborð og opið grill.

Við laugina er snarlbarinn La Palapa, þar sem hægt er að fá snarl eða máltíðir, en auk þess eru á hótelinu tveir aðrir barir.

Hægt er að sjá nánari upplýsingar um hótelið hér

SPRING HOTEL VULCANO, PLAYA DE LAS AMÉRICAS ****

Spring hotel Vulcano er mjög gott 4 stjörnu hótel á besta stað í hjarta Amerísku strandarinnar. Við hótelið er stór gróðursæll garður með sundlaug, barnalaug og fjölda sólbekkja.

Ströndin er um 300 metra frá hótelinu og stutt er að göngugötum með verslunarhúsum og sérverslunum. Barir, veitingahús og kaffihús eru á hverju strái og hótelin Villa Cortes, La Siesta og Parque Santiago eru steinsnar frá hótel Vulcano.

Nánari upplýsingar hér

BEST JACARANDA – COSTA ADEJE 4 ****

Best Jacarnada er í stuttri göngufjarlægð frá ströndinni og verslunar- og afþreyingarmöguleikar í grenndinni eru endalausir. Einnig eru góðir samgöngumöguleikar nálægt hótelinu svo það er.

Á hótelinu eru 563 herbergi sem öll eru eru rúmgóð með loftkælingu, gervihnattasjónvarpi, minibar og fullbúnu baðherbergi. Á hótelinu er aðgengi fyrir fatlaða.

Við hótelið eru 2 stórir og góðir sundlaugagarðar með 6 sundlaugum og fín aðstaða til sólbaða, með nóg af sólbekkjum. Boðið er upp á afþreyingar fyrir krakka og úr miklu að velja.

Líkamsræktarstöð á staðnum fyrir gesti. Auk þess er einnig að finna tennisvelli, borðtennisaðstöðu og fjölíþróttavöll.

Hotel Best Jacaranda er í 3 mínútna göngufjarlægð frá göngusvæði þar sem hægt er að njóta útsýnis yfir nálægu eyjuna La Gomera.

Hægt er að lesa nánar um hótelið hér

CORAL COMPOSTELA BEACH GOLF CLUB, PLAYA DE LA AMÉRICAS ***

Coral Compostela Beach Golf Club er einföld og þægileg íbúðasamstæða við Americas-golfvöllinn, 10 – 15 mínútna göngufæri frá Las Vistas-ströndinni á Tenerife.

Samstæðan samanstendur af 156 íbúðum í nokkrum tveggja hæða byggingum. Íbúðirnar eru ýmist með einu eða tveimur svefnherbergjum og rúma frá tveimur og upp í fimm einstaklinga. Sjónvarp og sími er í öllum íbúðum. Í eldhúskrók er allt sem þarf til eldamennsku, eldavél, ísskápur, brauðrist, kaffivél, hraðsuðuketill, pottar og öll nauðsynleg áhöld. Öllum íbúðum fylgja svalir, verönd eða garður með húsgögnum. Þráðlaus netaðgangur stendur gestum til boða gegn gjaldi.
Það er ekki lyfta í íbúðasamstæðunni.

Hótelgarðurinn er ekki stór en hann er með ferskvatnssundlaug og sérstök busllaug fyrir börnin. Sólbaðsaðstaðan við laugina er með sólbekkjum og sólhlífum. Lítið leiksvæði er sérstaklega afgirt fyrir börnin og þar er einnig leikherbergi.

Nánar um hótelið hér

SPRING ARONA HOTEL & SPA – ADAULT ONLY ****

Spring Arona Gran er mjög gott hótel og heilsulind, fyrir 18 ára og eldri, á besta stað við strandgötuna í suðurhluta Los Cristianos. Hótelið er aðeins ætlað fullorðnum. Verslanir, veitingastaðir og sandströndin í léttu göngufæri.

Hótelið er með 390 fallega innréttaðar vistarverur sem skiptast í tveggja manna herbergi og svítur. Innréttingar eru nútímalegar og stílhreinar, í hvítum og brúnum tónum. Parkett er á gólfum.
,,UP“ herbergi á Arona Gran bjóða uppá meiri þjónustu eins og aðstoð með töskur uppá herbergi, aðgangur í heilsulind, aðgangur á þakverönd með þægilegri aðstöðu, drykkjum og snarli. Herbergin eru betri með baðslopp og inniskóm, gjöf við komu og Nespresso kaffivél (hylkin ekki innifalin).

Veitingastaðurinn Las Vistas býður upp á morgunverðarhlaðborð með ríkulegu úrvali heitra og kaldra rétta og kvöldverðarhlaðborð með áherslu á alþjóðlega og Miðjarðarhafsmatargerð. Í hádeginu og tvö kvöld vikunnar eru ljúffengir réttir í boði af matseðli á veitingastaðnum Culinarium. Lifandi tónlist er á setustofubarnum á kvöldin.

Hótelgarðurinn er gróðursæll og þar eru þrjár upphitaðar sundlaugar, með sólbekkjum, sólhlífum og Balíbeddum í kring. Starfsfólk sér um afþreyingu fyrir þá sem vilja frá morgni fram á kvöld. Á Palapa-sundlaugarbarnum er hægt að fá síðbúinn kaldan morgunverð milli 10 og 11 og hádegisverð.

Heilsulindin í hótelinu er öll hin glæsilegasta og býður upp á næringu fyrir bæði líkama og sál. Þar er innisundlaug, gufubað og þurrgufa og hvíldarhreiður. Ótal gerðir nudd- og líkamsmeðferða eru í boði. Líkamsræktaraðstaðan er góð, með tækjum og tímum.

Arona Gran er mjög gott hótel á besta stað við strandgötuna í suðurhluta Los Cristianos. Það er einungis ætlað fullorðnum, með glæsilega heilsulind og því fullkomið til að næra bæði líkama og sál, fjarri skarkala og látum. Golfvöllur er í 3 km fjarlægð og bjóðast gestum sem vilja halda sveiflunni við sérkjör á hann. Nokkurra mínútna gangur er í miðbæ Los Cristianos þar sem veitingastaðir og verslanir eru á hverju horni.

Hægt er að lesa nánar um hótelið hér