Fara í efni

La Sella - Vor 24

La Sella - Vorferðir 2024

Golfvöllurinn býður upp á 3 ólíkar 9 holu lykkjur eða samtals 27 holur sem hannaðar eru af Jose María Olazabal. Lykkjurnar 3 eru í mjög fallegu og fjölbreyttu umhverfi og líkjast helst klassískum skógarvelli,„parklandvelli “ og opnum sjávarvelli.
La Sella býður einnig upp á mjög gott æfingasvæði til að æfa alla þætti golfíþróttarinnar.

Marriott Resort Denia La Sella hótelið er í El Montgo þjóðgarðinum sem þekktur er fyrir mikla náttúrufegurð.
Auk rúmgóðra nýuppgerðra herbergja er góð heilsulind á staðnum, líkamsrækt, 3 veitingastaðir, móttöku- og sundlaugarbar. Aðeins eru rúmlega 100 metrar frá hótelinu og í klúbbhúsið.

Á La Sella er allt til staðar til að fullkomna golfferðina.

 • 7-10 nótta pakkar frá 28. mars - 16. maí 2024.
 • Seljum einnig landpakka á La Sella.

Hvað er innifalið í pakkanum?


 • Áætlunarflug til og frá Alicante
 • 20kg taska og golfsett 15kg
 • Gisting með hálfu fæði & drykkjum með kvöldverð
 • Ótakmarkað golf með kerru

Hvað er innifalið í pakkanum?


  • Akstur til og frá flugvelli
  • Traust fararstjórn
  • Hægt er að leigja golfbíl á staðnum gegn gjaldi

 

La Sella svæðið á Costa Blanca

Hér má nálga helstu upplýsingar um LA SELLA svæðið á Cosa Blanca svæðinu.

Lesa meira
Hótel - La Sella

Hér má nálgast helstu upplýsingar um hótelin sem í boði eru í þessari ferð.

Lesa meira
Upplýsingar um flug og dagsetningar

Hér má nálgast allar helstu upplýsingar um flugið.

Lesa meira
Algengar spurningar

Hér má finna svör við algengnum spurningum sem farþegar okkar spyrja.

Lesa meira

Ferðaskilmálar

Ferðaskilmálar VERDI Travel

Ferðaskilmálar okkar